Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 21
18
Sigurður Nordal
Skírnir
hitti fyrir menn, sem fannst fátt um glamrið. Því að
hina fyrirleit hann mest af öllum, sem létu glepjast til
aðdáunar af glæsimennsku hans eða hlustuðu á hann
með fjálgleik í þeirri villutrú, að þessi málskrafsmikli
trúður væri sami maður og skáldið Einar Benediktsson.
En voru þá engin tengsl milli þessara tveggja per-
sóna? Eitt er víst: fyrir loddarann voru engar inngöngu-
dyr opnar að musteri skáldsins. Einar misbeitti aldr.ei
list sinni né hafði hana í fíflskaparmálum. En skáldið
gat horft úr turni sínum á sinn glataða bróður, ekki til
þess að aga hann né reisa hann við, heldur til þess að
þjást með honum, taka á sig ábyrgðina á þessu „skip-
brotslífi“. Það var nokkurs konar friðþægingarathöfn.
Því væri ekki heldur rétt að neita, að skáldið hafi stund-
um gert vart við sig í hversdagslífi Einars. Mitt í gambri
hans og gaspri gat brugðið svo undarlega við, að annar-
leg rödd hljómaði eins og „stakur strengur“. Þá kv.eink-
aði hann sér við ruddaskap, sem hann sjálfur hafði tek-
ið þátt í, hryllti við sinni eigin grímu, gat allt í einu orð-
ið barnslega næmur, fíngerður og hreinskilinn. Og þó
að sjálfstæði skáldsins gagnvart heimsmanninum væri
furðulegt, vissi Einar það manna bezt sjálfur, að sam-
búðin milli þeirra var leikur að eldi og hann hefði get-
að orðið ,enn meira skáld, ef allt líferni hans hefði verið
í sama anda og listin.
Enginn maður nær takmarki sínu í lífinu. Því meiri
sem kraftarnir og hæfileikarnir eru, því hærra leitar
hugurinn. Hann einn kemst á skeiðsenda. Verkin eru
löngu kólfskoti á eftir. Frábærir menn eiga sér allt af
hugsjónir, sem mætti þeirra eru um megn:
Tvískipt er eðlið og hálfur manns hugi;
til hæða, til dýpis hann mæðist á flugi.
Meðvitundin um þetta er rík í skáldskap Einars Bene-
diktssonar. Þó að hann vissi, að hann hefði komizt langt
áleiðis í samanburði við önnur skáld, duldist honum
ekki, hvað á skorti af því, sem hann sjálfur vildi. Þetta