Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 130
Guðmundur Friðjónsson
127
Skírnir
gumans. Henni var ógeðfellt, að Jónas gengi að eiga
Guðrúnu. Benedikt prófastur spurði hana í brúðkaups-
veizlunni, hvernig henni liði. Gamla konan svaraði: „Mér
líður eins og þorskinum á þurru landi“. Eitt sinn spurði
gestkomandi maður hana á sunnudegi, hvað nafna henn-
ar væri að gera, en þá var hún að þýða kafla úr dönsku
skáldsögunni. Gamla konan glotti og mælti: „Hún er
nú að breyta vatni í vín“. — Þessi tilsvör eru til dæmis
um það, hvernig gamla konan beitti skattyrðum.
Eg kom oft í Hraunkot á unga aldri og þáði jafnan
góðgerðir af ömmu Jónasar og konu. Eg stend í þakk-
lætisskuld við þær enn í dag. Þeim lá aldrei hálmvisk
né harður steinn þar sem hjartað skyldi. Sú skuld er eigi
greidd með þessu ritkorni. En vegna þess, að eg hefi eigi
annað að bjóða en bleksvertuna, gríp eg til hennar held-
nr en þeirra hlutur sé alveg fyrir borð borinn.
Veizlugestirnir, sem eg hefi nú minnzt á, eru flestallir
horfnir af skákborði lífsins, og er ekki um það að fást.
Eg mun hafa svarað séra Benedikt í Múla út úr Helga-
Eveiú, nokkurn veginn, á kirkjugólfi. En ekki hafði hann
svo mikið álit á mér, að hann hefði orð á því við föður
núnn, að eg „ætti að læra“. En hann taldi Sigurjón bróð-
Ur minn til þess fallinn og studdi að því með orðaflutn-
ingi, að hann kæmist í Eiðaskóla.
Svo bar við í fyrra vetur, að eg gekk á fund konu, sem
er ófresk og aldrei gat hafa séð Benedikt prófast í Múla,
né heyrt um útlit hans. Konan sá þannig gegnum holt
°g hæðir, að hún lýsti kirkjustaðnum, sem eg var háður,
begar eg var fermdur, og umhverfi hans. Hún lýsti prest-
nium, sem fermdi mig, svo greinilega, að eg þekkti hann
vexti, andlitsfalli og skeggi og glettnissvip. Hún
skynjaði orð hans, sem voru á þessa leið: „Og þetta er
Þá orðið úr þér, stúfur minn“. Þessum orðum fylgdi
glettnisbros, sem Benedikt prófastur lét í veðri vaka,
Þegar sá gállinn var á honum.
Skyggna konan sá tvær konur með prófasti og lýsti