Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 107
104
Ólafur Lárusson
Skírnir
ustu biskupa“, m. ö. o. einhvern tíma á 13. eða á fyrri
hluta 14. aldar. Þessi fróðleikur hefir komið upp í huga
hans, þegar hann var að segja frá biskupunum á fyrri
hluta 14. aldar, sem honum var svo fátt kunnugt um, og
hann þá skráð þessa frásögn um landauðnina, sem hlaup-
ið hafði valdið. í þeirri frásögn nefndi hann kirkjustað-
ina Rauðalæk og Sandfell. Þessi nöfn hafa minnt hann
á Rauðukamba og Sandafell við Þjórsárdal og landauðn-
ina í dalnum. Hafa þá rifjazt upp fyrir honum munn-
mælin, sem hann hafði heyrt um dalinn og eyðingu
hans, og hann skrásett frásögn sína um það atriði í
framhaldi af fyrri sögninni.
En það, að síra Jón segir frá eyðingu dalsins á þess-
um stað í riti sínu, mun hafa villt Jón Espólín. Jón bisk-
up Sigurðsson er nefndur næstur á undan þessari frá-
sögn. Jón Espólín mun þess vegna hafa litið svo á, að
gosið í Rauðukömbum hafi orðið á biskupsárum hans,
1341—1348, og hann hefir valið eitt þeirra, 1343, að
öllum líkindum aðeins af handahófi. Árfærslan stafar
af misskilningi hans á heimild sinni og ónákvæmri með-
ferð hans á henni.
Líklegt er, að eins standi á árfærslu Halldórs Jakobs-
sonar á gosinu. Hann hefir að vísu ártalið 1311, en eftir
meðferð hans á heimildunum að öðru leyti er sízt fyrir
það að synja, að 1341, fyrsta biskupsár Jóns Sigurðs-
sonar, hafi getað orðið 1311 hjá honum, en það er, svo
sem áður var sagt, engum vafa bundið, að Biskupaann-
álar síra Jóns eru heimild Halldórs.
Þannig hefir sú skoðun, að Þjórsárdalur hafi eyðzt á
14. öld, komizt inn í íslenzk sagnfræðirit fyrir misskiln-
ing á riti síra Jóns Egilssonar, misskilning, sem síra Jón
á enga sök á.14) Þessi skoðun hefir orðið mjög rótgróin
og menn hafa byggt á henni í fullu trausti þess, að hún
væri rétt, og stundum dregið næsta þýðingarmiklar
ályktanir af henni eins og þegar Valtýr Guðmundsson
taldi rústirnar í Þjórsárdal vera sönnun þess, að hið
forna skipulag bæjarhúsa, langhúsafyrirkomulagið.