Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 206
Skírnir
Ritfregnir
203
tilveran eigi sér á hverjum tíma nákvæmlega jafnmikið gildi og
„veruleika“ og maðurinn lætur henni í té frá sjálfum sér“. Þetta
er skoðunarháttur, sem eg get að miklu leyti fallizt á og gott er að
hafa í huga við sögulegar rannsóknir, bæði til þess að komast hjá
•að gera sér óþarfa rellu út af lítilsverðum smámunum og til þess
að missa ekki sjónar á því, sem einatt er mergurinn málsins.
S. N.
íslenzk fyndni VII. Safnað og skráð hefir Gunnar Sigurðsson
‘(irá Selalæk). Akureyri, 1939.
Þegar Gunnar lögfræðingur Sigurðsson gaf út fyrsta heftið af
þessu safni 1933, munu margir hafa búizt við, að litlar efndir yrðu
um framhald. Okkur Islendingum er svo tamt að „byrja á ýmsu,
en enda fátt“. Sú hefir samt ekki orðið raunin á með Gunnar. Hann
hefir síðan komið með eitt hefti á hverju ári, eins reglulega og
almanakið. Og að kunnugustu manna sögn hefir meira að segja
verið eitt hlaupár hjá honum, sem heftin voru tvö, þótt annað væri
ekki markað neinni rómverskri tölu og aðeins ætlað vildustu vinum
hans og vinkonum. Á þessu síðasta hefti stendur „Timarit" undir
titlinum, svo að hann er auðsjáanlega ekki af baki dottinn. Með
þessari þrautseigju sinni hefir Gunnari tekizt að gera íslenzka
fyndni að stofnun, sem allir kannast við, svo að hver sá, sem kann
eitthvað hnyttið eða kímilegt eftir íslenzkum mönnum eða um þá,
veit nú orðið, áð hann á að koma því til Gunnars, og þá er því
borgið frá gleymsku.
Það hefir verið fundið sitt af hvei'ju að þessu safni, eins og
gengur og gerist. Sögurnar eru ekki allar jafnskemmtilegai', enda
ei' smekkur manna í þeim efnum furðu misjafn, svo að einum
finnst það sprenghlægilegt, sem annar hefir skapraun af. En fáir
niunu samt vera svo gamanskyni skroppnir, að þeir detti ekki ofan
á nokkurar sögur í hverju hefti, sem dilla þeim, og ósvikinn hlátur
er sjaldan of dýru verði keyptur. — Þá hefir sumum fundizt, að
vísur hafi ekki allt af verið rétt eftir hafðar né sögur færðar svo
í ietur, að þær nytu sín fyllilega. Verður því ekki neitað, að þetta
befir komið fyrir. En á hitt hefi eg lika stundum rekið mig, að þar
hefir verið um vísur og sögur að ræða, sem batnað hafa í meðför-
nm, en Gunnar hefir haft um þæi' upprunalegri heimildir. Allt, sem
1 minni geymist, getur í munni gengizt, enda gerir það venjulega,
°g er þá oft vandséð, hvort meira skal meta, hið bezta eða hið
Sannasta. Gunnar mun eftir föngum haí'a reynt að kjósa hið síð-
ara, þar sem því varð við komið að fá vitneskju um það. Og einn
ótviræðan kost hefir þetta safn. Það flytur, með örfáum undan-
tekningum, íslevizka fyndni, hvort sem menn eru nafngreindir eða
ehki. Inn í það mun varla hafa slæðzt neitt af erlendum gamansög-
Wni. j>ag er þv; þjóðfræðalegt heimildarrit, geymir allmikil drög til