Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 115
112
Ólafur Lárusson
Skírnir
arri öld þar á eftir telur svo Brynjólfur Jónsson bæina
hafa verið 16. Hvað sem því líður, hver hin rétta bæja-
tala er, þá er samt hins að gæta, að tala bæjanna út af
fyrir sig segir ekkert um' það, hve lengi byggðin hafi
varað, og jafnvel ekki heldur hve mikil byggðin hafi
verið, því ekki er sagt, að allir bæirnir hafi verið byggð-
ir í senn.
Vér vitum, að sumir bæjanna í dalnum voru byggðir
á 10. öld, t. d. Stöng, með öðrum orðum snemma í sögu
landsbyggðarinnar, og vér skulum reyna að setja oss í
spor þeirra manna, er byggðu landið fyrstir. Þeir komu
hingað ókunnugir landinu, veðráttufarinu og mörgu
öðru, sem máli skipti um afkomu þeirra. Það hefir óhjá-
kvæmilega tekið nokkurn tíma, jafnvel nokkra manns-
aldra, fyrir menn að þreifa fyrir sér um það, hvar bezt
væri að búa. Þeir hafa farið um landið í bústaðarleit
að sumarlagi, og ef til vill komið í einhvern dal inn til
fjalla. Þar var allt vafið í grasi og kjarri, ósnortið af
mönnum og skepnum frá aldaöðli. Þeim hefir litizt dal-
urinn vistlegur, hlýlegur og blómlegur, og reist sér þar
bæ. En svo hafa veturnir komið með fannfergi, jarðbönn-
um og harðviðrum, og þeir munu stundum bráðlega hafa
hrakið mennina aftur úr byggðinni, og þessi mun vera
saga sumra eyðibyggðanna upp til fjalla hér á landi.
En þótt byggðin hafi ekki lagzt alveg niður, þá mun það
ekki óvíða hafa átt sér stað, að komið hafa í ljós ein-
hverjir annmarkar á fyrsta bæjarstæðinu, sem ókunn-
ugir menn höfðu valið, svo sem aðfenni, örðug vatns-
sókn eða því um líkt, og þessir annmarkar svo leitt til
þess, að bærinn hefir verið f luttur. Sumar af hinum f ornu
bæjarústum eru þannig tilkomnar, svo sem rústirnar á
Snjáleifartóftum og í Skallakoti, sem upp voru grafnar
í sumar. Á báðum þessum stöðum voru grafin upp bæj-
arhús frá landnámstíð. Jarðirnar eru báðar byggðar
enn, Hagi og Ásólfsstaðir, en á fyrsta bæjarstæðinu
hafði aðeins verið byggt einu sinni, og það var fyrst