Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 165
162
Sigurjón Jónsson
Skírnir
í dag, að ef leitað er frétta í þessar prestakallalýsingar
— svo er réttara að kalla þær en sóknalýsingar, því að
þar sem fleiri sóknir voru en ein í prestakalli, er þeim
allajafna slengt saman og lýst í einu lagi — um ástand-
ið í .einhverri grein fyrir 100 árum, þá geta ekki aðrar
lýsingar komið til greina en þær, sem ritaðar eru sama
árið, sem spurningarnar voru sendar prestunum, og
næstu ár þar á eftir. Spurningar þær, er beinlínis lúta
að heilbrigðismálunum, voru 63.—66. í röðinni, en auk
þeirra snertu fleiri spurningar þau meira eða minna,
þótt ekki verði hér kostur að gera þeim skil.1) Langflest
svörin voru send tvö fyrstu árin: 42 árið 1839 og 71 ár-
ið 1840. Á næstu 5 árum bættust 42 við. 1846 kom ekk-
ert svar, 1847—1860 komu 19 svör, og eftir 1860 komu
5, það síðasta 1875. 3 svör verður ekki séð hvenær voru
send. Ég tek hér ekkert tillit til þeirra svara, sem voru
send eftir 1845. Að vísu eru sum hinna síðari svara ítar-
legri ,en mörg hinna fyrri, og sum þeirra eru úr sömu
prestaköllum, sem ófullkomnari svör höfðu komið frá
áður, en samt verður ekki unnt að nota þau hér, svo að
teljandi sé, því að þau lýsa ástandinu á öðrum tíma en
þeim, er hér ræðir um.
Af þeim 155 svörum, sem bárust fyrstu 7 árin, eru
nokkur, sem alls ekki sýna lit á að svara fleiru eða færru
af þeim spurningum, er að heilbrigðismálunum lúta, og
önnur, sem svara þeim að vísu, en svo ófullnægjandi,
að lítið eða ekkert er á að græða. Verður nánar gerð
grein fyrir þessu við hvert atriði, eftir því sem ástæða
þykir til. — Málfæri og framsetning á svörum prestanna
er nokkuð misjafnt, ,en yfirleitt til muna betra en á
mörgu, er um þær mundir var prentað hér á landi, sér-
staklega tímaritunum, er komu hér út þá og áratugina
á undan, Klausturpóstinum og arftaka hans, Sunnan-
póstinum; svipar þeim meir um málfar til rita þeirra,
er íslendingar í Khöfn gáfu út um og eftir 1830, Ár-
manns á alþingi og Fjölnis. Fer því fjarri, að allir þeir,
er rita nú í blöð og tímarit, 100 árum síðar, hafi svo lip-