Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 82
Skírnir
Mexíkó
79
frumskógi og byggður af fákunnandi og hálfvilltri
bændaþjóð, en var fyrir 7 öldum mesta menningarsvæði
Ameríku og þá alsettur borgum og stórbæjum með fögr-
um höllum og musterum, sem nú liggja hulin í myrkri
frumskóganna. Þegar Evrópumenn komu til Ameríku,
bjuggu menntaðar og allvel siðaðar akuryrkjuþjóðir í
Mexíkó. Þær bjuggu í borgum og þorpum, höfðu fast
ríkjaskipulag og deildust í marga ættbálka og kynkvísl-
ir, sem hver hafði sinn höfðingja. Hinn drottnandi þjóð-
flokkur í meginhluta landsins voru Aztekar, sem byggðu
Anahuacdalinn. En þeir voru tiltölulcga nýr þjóðflokk-
ur í landinu og höfðu komið norðan að fyrir fáum manns-
öldrum og brotið flestar aðrar þjóðir í landinu undir
sig. Þeir voru hermannaþjóð líkt og Assyríumenn og
Rómverjar, og alla menningu sína fengu þeir frá hin-
um gömlu þjóðum, sem byggt höfðu landið frá ómuna-
tíð. Fornleifafundir sýna, að menning Mexíkóþjóðanna
er mjög gömul, og ætla má, að árþusundir séu liðnar,
frá því að þær tóku sér fasta bústaði og reistu borgir
og þorp í Anahuacdalnum og á mexíkönsku hásléttunni.
Frá upphafi hefur akuryrkjan verið aðalatvinnuvegur
og maísinn verið aðalkorntegund, en auk þess hafa
Mexíkómenn ræktað ertur og margs konar fleiri æti-
jurtir. En þegar Spánverjar komu til landsins, höfðu
þeir ekki önnur alidýr en kalkúna, endur og hunda.
b*eir höfðu ekki heldur lært að nota járnið, en höfðu
vopn og verkfæri úr bronsi, eir og zinki. I húsgerðarlist
voru þeir komnir mjög langt, borgir þeirra voru stórar
nieð fögrum höllum, musterum og öðrum stórhýsum.
■beir höfðu og byggt pýramída líka hinum egypzku og
Serðu sér guðalíkneskjur og höggmyndir af mikilli list.
Prestar þeirra lögðu stund á stjörnufræði og reiknuðu
ut gang tungls og sólar. Þeir höfðu einnig sérstakar
bókmenntir og notuðu myndaletur. Hin glæsilega menn-
lng Mexíkómanna hafði að vísu sínar skuggahliðar, en
bó minni en orð hefir verið gert á. Að vísu voru mann-
blót og mannfórnir allalgengar, og var einkum fórnað