Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 134
Skírnir
Hvernig eyddist byggð fslendinga
131
in um það. Þetta var um árið 900. Árið 982 var höfðingi
nokkur, Eiríkur rauði, búsettur við Breiðafjörð, dæmdur
til útlegðar í þrjú ár. Hann ákvað að leita lands þess, er
Gunnbjörn hafði séð, og nota útlegðartíma sinn til þess,
að rannsaka það. Hann dvaldi þar þrjá vetur og athugaði
vesturströndina nokkur hundruð mílur norður, líklega
alla leið til Disko.
Eiríki leizt svo vel á landið, að hann ákvað að eggja
menn á landnám þar, er útlegðartími hans væri útrunninn.
Að því er sagan segir, nefndi hann landið Grænland, „því
að hann kvað menn mjög mundu fýsa þangað, ef landið
héti vel“. En sú ástæða gat þó einnig verið fyrir þessu,
að honum hafi virzt landið grænt og fagurt, alveg eins
og nútímaferðamönnum. Því að það er að eins í bók-
menntum eins og skólasöngvum okkar, sem segir, að
,,í Grænlandi er ekkert grænt að sjá“.
Svo vel gekk Eiríki að fá menn til þess að setjast að í
nýja landinu, veturinn eftir heimkomuna, að um vorið
lögðu 25 skip af stað til Grænlands; á þeim mun að jafn-
aði hafa verið um 30 manns og allskonar húsdýr, hross,
nautgripir, sauðfé, geitur, svín og alifuglar.
Skipin fengu veður hörð. Fórust sum og önnur sneru
aftur. Fjórtán náðu til Grænlands, og munu þau hafa flutt
um 400 manns. Þetta var árið 986.
f fyrstu gáfu landnemar sig aðallega að kvikfjárrækt.
En eins og í öðrum norðlægum löndum Evrópu treystu
þeir jafnframt mikið bæði á fiski og dýraveiðar.
Innflutningur hélt áfram, aðallega frá íslandi, og stjórn-
skipun var komið á eftir íslenzkri fyrirmynd. Árið 990
var löggjafarþing stofnað. Þetta var fyrsta ameríska lýð-
veldið, ef við teljum ísland til Evrópu.
Árið 1000 sá þegn grænlenzka lýðveldisins, Leifur son-
ur Eiríks rauða, meginland Ameríku, fyrst við Labrador.
Næstu árin þar á eftir reyndu Grænlendingar að stofna
uýlendur á meginlandinu og rannsökuðu landið suður á
bóginn. Fundur landsins og rannsókn er alls ekki deilumál
uieðal sögufróðra manna, eins og margir halda ennþá,
9*