Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 212
Skírnir
Ritfregnir
209
sinn eða forföður, ef hann kann nokkur skil á uppruna sínum. Viða
•er vitnað til heimilda um menn, ævisagna eða annarra rita, og eyk-
ur það mjög gildi bókarinnar. Höf. hefir gert sér mikið far um að
grafa upp fæðingar-, giftingar- og dánardaga og ár manna þeirra,
er í bókinni getur. Er það bæði seinlegt verk og tíningssamt, en
bráðnauðsynlegt til að glöggva sig betur á ættliðunum. Þetta er
þó ekki nýtt á nálinni hjá höf., en tveggja atriða verður að geta,
þar sem hann er brautryð jandi. Hann hefir tekið upp nýja merk-
ingu, sem tvímælalaust hefir ýmsa kosti fram yfir allar eldri merk-
ingar, fyrst og fremst þann kost, að hver einstaklingur í niðjatal-
inu hefir sérstakt merki, þann annan, að í því merki eru falin merki
allra forfeðra einstaklingsins aftur til þess, sem frá er rakið. Af
eldri merkingum er Guðna Jónssonar bezt í Bergsætt, en sumar
hinar eldri eru afbragðs gestaþraut. Ég hefi orðið þess var, að
sumum finnst erfitt að átta sig á þessari nýju merkingu, en svo er
um margar aðrar nýjungar, og mun úr því rætast, er frá líður,
enda er málið mjög einfalt, ef menn lesa greinargerðina á 7.—8.
hls. Eini verulegi ókostur þessarar merkingar er sá, að hún krefst
sérstaklega nákvæms prófarkalesturs, og þvi miður hefir ekki tek-
izt að forðast allar villur í þessu hefti, senr út er komið, en ekki
eru þær villui þó þungvægar. — Hitt atriðið er það, að þessu hefti
íylgja 108 myndir af ýmsum mönnum af Vikingslækjarætt og
tengdamönnum þeirra. Er það stórmerkileg nýjung, sem getur orð-
ið mannerfðafræðingum gagnmerk heimild síðar meir, ef sú vís-
indagrein nær þroska hér á landi. Hér geymast myndirnar, en ljós-
Tnyndir fölna og glatast með timanum. Vil ég því skora á sem flesta
niðja Bjarna Halldórssonar að senda höf. myndir af sér og for-
feðrum sínum, ef þær eru til. Mun hann láta þær koma í síðari heft-
Tim. Jafnframt verð ég þó að geta eins galla í þessu sambandi. Við
Tnyndirnar hefði þurft að standa merki það, er mennirnir, sem
myndirnar eru af, hafa í bókinni eða þá blaðsíðutal. Án þess verð-
ur að fletta allri bókinni til þess að finna, hvar þessir menn eiga
heima í niðjatalinu. Ur þessum galla þarf að bæta siðar, enda er
það vel hægt með einhverju móti. Auðvitað má benda á fleiri mis-
smíðar, nokkrar prentvillur og miður réttai' ættfærslur, en það er
þarflaust að tína það til hér. Hins vegar ættu allir, sem finna eða
þykjast finna einhverjar skekkjur, að skýra höf. frá þeim, og mun
hann athuga þær allar og láta leiðréttingar fylgja bókinni síðast,
«f henni verður allri komið út, en til þess þurfa sem flestir menn
af Víkingslækjarætt að ljá útgáfunni stuðning sinn, m. a. með
því að kaupa bókina. Tvenns verð ég enn að geta, sem betur mætti
fara. í sumum elztu kirkjubókunum, frá 18. öld, er ekki getið fæð-
ingar- og dánardaga, heldur aðeins skírnar- og greftrunardaga. Þar
sem svo hagar til, eru þeir þó teknir sem fæðingar- og dánardagar í
tt'ðjatalinu, eins og höf. segir sjálfur í formálanum. Venjulega
14