Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 207
204
Ritfregnir
Skírnir
þjóðarlýsingar, sem með tímanum verður sjálfsagt unnið úr til þess
að lýsa þvi, að hverju landinn hendir gaman og hvernig hann bregzt
við, þegar hann vill vera skemmtilegur, hnýflóttur, meinlegur eða
eitraður.
Eitt af þessum heftum (það fimmta í röðinni) var safn af gam-
anstökum, og nokkuð af þeim hefir verið látið fljóta með í síðari
heftum. En hvenær eignumst við sæmilega yfirgripsmikið úrval af
íslenzkum lausavisum, í einu safni? Það er mikið og erfitt verk að
viða í það, en líka til mikils að vinna. Ætli bezta aðferðin væri
ekki einmitt að gefa það smám saman út í árlegum heftum á borð
við íslenzka fyndni? S. N.
Jakob Jóh. Smári: Undir sól aS sja. Kvæði 1939.
Jakob Jóh. Smári stækkar hóp sinna fögru kvæða með þessari
bók. I henni er enn að finna hinn sama grunntón, sem jafnan hefir
einkennt þennan höfund. Enn er sá sami ljóður á ráði hans, að hann
samlagast ekki voru veraldlega braski. Þó að vér vildum fá hann
með oss í járnsmíði eða torfristu, þá er þess ekki kostur. Hann er
stundum eins og hálfgerður útlendingur á meðal vor, og ef vér ekki
viljum fylgja honum í leit sinni að hinu dularfulla, fagra og fjar-
ræna, förum vér á mis við list hans.
Það er einhver undarlegur samhljómur saknaðar og fagnaðar
í ljóðum þessa skálds, einhver andlegur óður, sem hægra er að
skynja en skýra frá. Mörg þeirra eiga upptök sín í véhelgi náttúr-
unnar og hverfa augum vorum inn í lönd æfintýra og óráðinna
drauma.
Hver runnur logar skært af drottins dýrð, —
ó, drag með lotning skó af fótum þér!
A veginum mikla eg stend við stein
og stari út i fjarskann bjarta:
Ei fullnægir neitt nema eilífðin ein
innstu löngun míns hjarta.
Mörg beztu kvæðin ber að þessum sama brunni, þó að fornt
þeirra sé á ýmsa lund. Skáldið sér jafnvel hinn heiðna víking sigla
inn í þennan bjarta fjarska:
Hann stefnir inn í ljósið, sem slær ljóma á sæinn auðan:
I logum siglir konungurinn Haki inn í dauðann.
En sem fyrr er sonnettan uppáhaldsháttur skáldsins, og mér er
nær að halda, að þetta form hafi mótað alla ljóðlist hans. Eg ætla
nú að leyfa mér að taka hér upp í heild eitt af þessum fögru
kvæðum: