Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 136
Skírnir
Hvernig eyddist byggð íslendinga
133
að minnsta kosti komu nokkrir dagar allmiklu heitari.
Menn stunduðu mestmegnis kvikfjárrækt. Við uppgröft
hafa menn fundið fjós fyrir allt að 104 nautgripi; til-
tölulega eins mikið mun hafa verið af sauðfé og lítið eitt
af öðrum húsdýrum, hrossum, geitum, svínum og ali-
fuglum.
Húsakynni voru þröng, og voru tvær ástæður að því,
eins og á íslandi, þ. e. að skortur var bæði á eldsneyti
og húsavið. Islendingar fengu við til húsa af rekum, sér-
staklega á Norðurlandi, en fluttu hann einnig inn frá
Noregi. Grænlendingar höfðu einnig rekavið og fóru ef-
laust ferðir norður með ströndum til þess að sækja hann,
þar sem meira var um hann. Þetta er tilgáta. Hitt vitum
vér, að ferðir voru farnar til Labrador eftir viði, sem
ýmist var notaður í Grænlandi eða fluttur til Islands og
notaður sem gjaldmiðill fyrir erlendan varning.
Á þjóðveldistímanum notuðu Grænlendingar sín eigin
skip, en þangað komu einnig önnur skip, aðallega til
verzlunar; í fyrstu komu þau helzt frá Islandi, síðar frá
Noregi og öðrum löndum Evrópu. Við vitum af framför-
um þeim, sem urðu í siglingum, og jafnframt hefir það
verið staðfest af munum, fundnum í jörðu á Grænlandi,
að á 15. öld komu skip þangað frá Bretlandseyjum, og
líklega eingöngu þaðan — frá Bristol og Lynn. Þess má
t. d. geta, að þar fannst fatnaður, er geymdist heill í
frosnum sverðinum, sniðinn eftir tízku, sem ríkjandi var
í Þýzkalandi um 1450. Sennilega hefir sú tízka ekki náð
til Grænlands fyrr en seinna, ef til vill um 1475, eftir því
hvernig skipaferðum hefir verið háttað frá Englandi.
Klæðnaður á Grænlandi á þessum tíma, og raunar einn-
ig á fyrri tímum, var bæði úr aðfluttu efni og úr heima-
unnu efni, úr ull af grænlenzku fé.
Útflutningsvörur frá Grænlandi, gjaldmiðill fyrir það,
sem inn var flutt, var, auk viðarins frá Ameríku, sem
áður hefir verið nefndur, aðallega lýsi af rostungum og
selum, húðir þessara dýra, ull og ef til vill mjólkurafurðir.
Þetta er að vísu ekki ljóst af verzlunarskýrslum, heldur