Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 230
Skírnir
Ritfregnir
227
inu. En hann hefir einnig tekið margar sögur úr handritum eftir
ýmsa, og fer þar langmest fyrir Gísla Konráðssyni. Gísli segir
stundum vel þjóðsögur, en oft eru þær blandnar óþarflega miklum
fróðleik, sérstaklega mannfræðilegum, því að fróðleikur hans um
þau efni er svo mikill, að hann leitar stöðugt á. Hin tæra lind þjóð-
sögunnar nær þvi sjaldan að streyma fram hjá honum. Þar er
frekar um þjóðsögulega sagnfræði að ræða. Þetta er vitanlega
ekki sagt Gisla til lasts, því að hans sagnagerð stendur í sínu gildi.
Hann ritar aðeins í dálítið annari tóntegund en heyrir til þjóðsög-
um í strangasta skilningi. Af öðrum skrásetjurum má einkum nefna
Þorstein Þorkelsson á Syðra-Hvarfi og Jón Borgfirðing. Fáeinar
sögur eru einnig skrásettar af Jóni Árnasyni. Segja þessir me..n
allir vel frá, eins og kunnugt er.
Nokkuð geldur safn þetta þess, hve lengi það hefir legið óprent-
að, að því leyti, að sumar sögurnar hafa komið út í öðrum þjóð-
sagnasöfnum, og eru því eigi jafn nýjar af nálinni, sem ella myndi
vera. Virðist mér réttara, að þess hefði verið getið í útgáfunni,
t. d. neðan máls, þar sem svo stendur á, lesöndum til fróðleiks og
athugunar. Getur verið nógu gaman að bera saman tvær útgáfur
sömu sögunnar, ekki sízt ef tveir ólíkir skrásetjarar rita eftir ein-
um og sama heimildarmanni. Sem dæmi má nefna söguna Bóndinn
að Dröngumhjá Ól. Dav. II, 164—166. Þá sögu hefir Ólafur Davíðs-
son skrásett eftir sögn Jónasar Kristjánssonar læknis, en hann hafði
hana eftir Ögmundi Sigurðssyni skólastjóra. Þetta er sama sag-
an sem um Jón í Skjalda-Bjama/rvík í Gráskinnu I, 71—73. Þar
er sagan skrásett af Sigurði Nordal, einnig eftir sögn Ögmundar
skólastjóra. Það vekur furðu, hve mismunur þessara tveggja gerða
sömu sögunnar er mikill, og er það frá vissu sjónarmiði mjög fróð-
legt og lærdómsríkt. Skal þó ekki farið út i það mál frekara hér
eða fleiri dæmi nefnd af þessu tagi.
Útgefandi á miklar þakkir skilið fyrir að hafa ráðizt í út-
gáfu þessa merka þjóðsagnasafns, sem á vafalaust fyrir sér að
verða vinsælt og víðlesið. GuSni Jónsson.
Svalt og bjart. Átta sögur eftir Jakob Thorarensen. Rvík 1939.
Jakob skáld Thorarensen hefir nú sent frá sér áttundu bókina,
sögusafnið Svalt og bjart, sem hefir inni að halda átta stuttar sög-
ur (nóvellur). Hafa sumar þeirra birzt áður í timaritum. Þótt Jakob
yrði fyrst kunnur sem ljóðskáld, og það af beztu gerð, þá hefir
hann með sögum þeim, er hann hefir látið frá sér fara á síðari ár-
um, einnig unnið sér veglegt sæti á bekk söguskálda vorra. Sögur
Jakobs eru jafnan að einhverju merkilegar, hvort sem hann segir
frá sérkennilegum atvikum daglegs lifs eða hann kannar dýpri ræt-
ur viðburða í sálarlífi persóna sinna. Stíll hans og málfar er hreint
og þróttugt, blátt áfram og tilgerðarlaust. (Eg hefi aðeins rekizt
15*