Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 84
Skírnir
Mexíkó
81
Allir urðu að skírast og taka upp kaþólska trú, og must-
erin fornu og fögru voru rifin til grunna. Bókmenntir
þjóðarinnar gleymdust og 50 árum eftir innrás Spán-
verja gat enginn lesið hið forna myndaletur. Kaþólsku
prestarnir gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, til að eyði-
^eggja hina fornu menningu landsins. Þeir brenndu
bókasöfnum og eyðilögðu líkneskin og þvinguðu spönsk-
unni upp á alla. Að vísu eru enn allmargir í Mexíkó,
sem tala hinar fornu tungur, en enginn er sá, sem getur
lesið myndaletrið forna, eða skýrt það, þá sjaldan að
gömul bókfell hafa fundizt. í fjórar aldir laut Mexíkó
Spánverjum; fyrstu 2 aldirnar voru miklar ánauðar-
aldir, en er fram liðu stundir, varð allmikil breyting á
því. Hinir spönsku innflytjendur blönduðust smám sam-
an frumbyggjunum, og hægt og hægt runnu þeir saman
í eina þjóð að mestu. Spönsku innflytjendurnir voru
aldrei fjölmennir, og vegna þess að spánskt kvenfólk
var mjög ófúst að flytja vestur um haf, tóku þeir sér
alltaf konu af Indíánaættum, og þannig hófst sú blóð-
blöndun, sem skapaði hina nýju mexíkönsku þjóð. En
þótt flestir Mexíkómenn séu enn í dag líkari Indíánum
en Evrópumönnum, bera þeir þó alltaf keim af Spán-
verjum. Enda þótt Mexíkó væri undirokað land, var
bað aldrei svo svívirðilega leikið sem aðrar spánskar
nýlendur. Margir af spönsku landstjórunum og innflytj-
endunum, þar á meðal Cortes sjálfur, voru mannúðar-
menn og gengu því vægar fram en landar þeirra í Suður-
Ameríku, og aldrei kom það fyrir, að heilar byggðir
væru eyðilagðar í Mexíkó, eins og t. d. í Perú og Chile.
Sá þjóðflokkur í Mexíkó, sem var Spánverjum erfiðast-
ur, voru Mayarnir, sem réðu ríkjum í Yukatan. Þeir
höfðu búið þar að minnsta kosti tvö þúsund ár. Þeir
stóðu á öllu hærra menningarstigi en Aztekarnir og
höfðu reist feikna borgir mitt í frumskógunum, húsgerð-
arlist þeirra var frábær. Þeir stóðu og mjög framarlega
1 Jarðyrkju, og í listum, vísindum og bókmenntum stóðu
beir öllum frumþjóðum Ameríku framar.
6