Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 186
'Skúnir
Heilbrig'ðismálaskipun fyrir 100 árum
183
en svörin benda til. Aðeins 1 prestur (séra Friðrik Jóns-
son í Reykhólaprestakalli, 1839) getur um barnaveiki-
farsótt, er hafi gengið í prestakallinu 1819—1820, og lagt
þar 16 börn í gröfina. Sá faraldur telur Schleisner að hafi
gengið 1820—1821, og hafi síðara árið dáið 294 úr hon-
um. Aftur gekk barnaveiki 1828 og enn 1837. Kíghósti
gekk yfir árin 1839—1841, byrjaði á Suðausturlandi, og
barst þaðan um land allt (Schl. bls. 54 og 67—69, sbr.
leiðréttingu á bls. 199). Ekki sést, hve margt hefir dáið
úr honum, en sjálfsagt hefir hann orðið mörgum að bana,
eins og allar farsóttir þá. Nú hefir barnaveiki ekki geys-
að sem farsótt um langt árabil, nema stöku sinnum í ein-
stöku byggðarlögum, og er, eins og kunnugt er, ekki slík
drepsótt, sem áður var, síðan ráð fundust bæði til varnar
henni og lækningar. Kíghóstafaraldrar ganga aftur á
móti enn við og við og verða enn nokkuð mörgum börn-
um að fjörtjóni, en samt vafalaust hlutfallslega miklu
færri en áður gerðist.
Brjóstveiki er getið í 18 prestakallalýsingum, og af þeim
eru 8 úr Múlasýslum og Skaftafells. I Vestmannaeyjasýslu,
Rangárvallasýslu og Árnessýslu er hún hvergi nefnd, en í
einni lýsingu úr Gullbringusýslu og í 2 úr Borgarfjarðar-
sýslu er hún talin meðal „almennustu" sjúkdóma. 1 Mýra-,
Hnappadals- og Barðastrandarsýslum er hennar að engu
getið, en í 2 prk. í Snæfellsnessýslu, 2 í Dalasýslu, 1 í ísa-
fjarðarsýslu og 1 úr Strandasýslu er hún talin meðal al-
gengustu sjúkdóma. Loks er hún talin algeng í einu prk.
1 Skagafjarðarsýslu, en hvergi nefnd annars staðar í Norð-
lendingafjórðungi. Eftir þessu virðist hafa verið langflest
af brjóstveiku fólki í Austfirðingafjórðungi, en fæst í
Norðlendingafjórðungi. Valt er þó að byggja á þessu; til
þess er sjúkdómatalningin í lýsingunum of óáreiðanleg,
og má gera ráð fyrir, að mörgum prestanna hafi ekki
fundizt brjóstveiki svo tið, að orð væri á gerandi, þótt
svo mundi þykja nú. Að sjálfsögðu er þarna um fleiri en
einn sjúkdóm að ræða, þótt undir einu nafni séu taldir,
oftir því einkenninu, sem mest bar á og þeim var öllum