Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 76
Skírnir
Bleikur
73
skipzt á mörgum orðum, þegar ég gat ekki lengur á
mér setið og spurði hreint og beint og krókalaust:
— Viltu gera eitt fyrir mig, Guðlaug? Viltu segja
mér, hvað það var, sem þú ætlaðir að segja við mig,
þegar ég stökk í ána forðum. Þú sagðir: Símon, og svo
beið ég ekki lengur . . . Heldurðu, að þú munir enn þá
orðin, Guðlaug?
Hún stundi við, og svo brosti hún ósköp dauflega:
— Ja, hvort ég man. Ég hefi oft og mörgum sinnum
rifjað það upp fyrir mér, það sem þarna gerðist, því það
veit guð, að mér þótti það meira en leiðinlegt, hvernig
þetta fór. Ég var að grafa og grafa, hvort nokkuð hefði
verið í orðum mínum og framkomu, sem . . . já, þú skil-
ur, hvað ég á við . . .
Hún þagnaði og hvíldi sig. Það voru komnir rauðir
dílar í kinnarnar á henni — og augun orðin rök. Hún
sagði, lægra en áður:
— ... þú fyrirgefur . . . Ég ... ég er orðin svoddan . . .
Ég heyrði ekki seinasta orðið, sem hún sagði, en nú
kreppti ég hnefana í buxnavösunum, — ójá, vinirnir.
Hraustari var þá ekki kempan.
Guðlaug þagði enn nokkur augnablik, en mælti síðan:
— Eins og þú manst, þá var sunnudagur, og þú varst
nú alltaf á ferðinni, stundum nótt og dag, og mér fannst
það hálfgerð synd að vera að . . . að kvabba á þér, og
• . . og þess vegna kunni ég betur við að fara sjálf held-
ur en senda til þín, en hún Gunna sagði mér, að hún
hefði séð þig ganga inn að á.
Nú þagnaði hún aftur, vinirnir, en ég . . . ja, ég var
víst farinp að finna til einhverra ónota.
— Og hvað . . . hvað var það svo, sem þú ætlaðir að
segja? sagði ég, og ég held ég hafi hallað mér áfram,
eins og til þess að vera nú viss um að heyra það, sem hún
uiundi segja.
Hún hafði lokað augunum. Nú opnaði hún þau og
sagði:
— Jú, ég man það alveg. Það var þetta: — Símon,