Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 217
214
Ritfregnir
Skírnir
lagafrumvarpa, eins og t. d. hinnar nýju réttarfarslöggjafar, sem
nú er að komast á. Sem kennari í lögum við háskólann, dómari í
æðsta rétti þjóðarinnar og hinn mikilvirkasti rithöfundur um nú-
gildandi rétt landsins hefir hann haft einstæð áhrif á íslenzka lög-
skýringu. Loks hefir hann ritað mikil rit um réttarsögu og stjórn-
málasögu, einkum að því er tekur til réttarstöðu landsins og sögu
alþingis.
Hér á landi er það nokkur nýlunda, að gefin séu út slík ritsöfn
til einstakra manna. En erlendis er það altítt að heiðra vísinda-
menn með þeim hætti, og var það sérstaklega vel til fundið að hef ja
þann sið hér á landi einmitt með því að minnast Einars Arnórs-
sonar.
Ritið er fallega úr garði gert, yfir 200 bls. í stóru broti. I því
eru 12 ritgerðir um söguleg, málfræðileg og lögfræðileg efni og
auk þess skrá um rit Einars Arnórssonar.
Hér skulu ritgerðirnar ekki taldar, en í stað þess vikið að öðru
efni. Allar eru ritgerðirnar skrifaðar með vísindalegum hætti.
Plestar þeirra fjalla um merkileg mál og mörg þýðingarmikil á sínu
sviði. Er því verulegur fengur í ritinu fyrir fræðimenn í islenzkum
fræðum, og þó einkum lögfræðinga. En greinarnar eru flestar tim
efni, er almenningur, sem vill lesa sér til fróðleiks og skemmtunar,
ekki lætur sig varða. Þær myndu því eiga illa heima í hinum al-
mennu tímaritum þjóðai’innar. Þetta rit sýnir því vöntun vísinda-
legs tímarits hér á landi um lögfræði, sagnfræði og skyldar fræði-
greinar. En útgáfa þess sýnir líka, að kleift myndi reynast að halda
slíku tímariti úti og efniföng myndu næg og góð til í það. Væri
það vel til fallið, að þeir, sem staðið hafa að útgáfu þessa myndar-
lega afmælisrits, héldu þeim samtökum að því, að leysa það mál
jafn skörulega. Væri það verðugt og rösklegt áframhald af þessum
skemmtilega virðingarvotti til Einars Arnórssonar á sextugsafmæh
hans. R. J.
Halldór Pálsson: Meat Qualities in the Sheep with Special Re'
ference to Scottish Breeds and Crosses. Cambridge, University
Press 1940.
Fyrir rit þetta hefir höf. hlotið doktorsnafnbót í Cambridge og
hefir ö.ll ritgerðin verið tekin upp í Journal of Agricultural Science,
okt. 1939 og jan. 1940.
Höf. hefir gert nákvæmar mælingar á beinum, vöðvum og fitu
sauðfjár af ýmsum kynjum, einkum skozku fé, og gert samanbui'ð
á ákveðnum líkamseinkennum, svo sem hryggjarlengd og lengd
framfótar, við kjötgæði, og kemst að þeirri niðurstöðu, að visst
hlutfall er á milli lengdar vissra beina og kjötgæðanna. Til að verð-
mæti skepnunnar verði sem mest, þarf kjötið að vera mikið í hlut-
falli við beinin, og gefa þeir fjárstofnar því mest af sér, sem hafa