Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 228
Skírnir
Ritfregnir
225
unni á viðkvæman og næman hátt, þó að aðalatriðið sé hjá honum
oftast nær viðhorf mannanna við henni — í hennar ýmsu myndum.
„Trylle og andet Smaakram“ eru þrjár stuttar sögur, sem allar
fjalla um dýr — og börn. ,,Trylle“ er ljótur og vankaður hænu-
ungi, sem getur ekki „komizt áfram“ í hænsnagarðinum, en ungur
drengur tekur hann upp á arma sína og sér í honum alla dásemd
sköpunarverksins. „Morten Hare“ segir frá litlum, hræddum héra-
unga, sem verður eftirlætisgoð heillar fjölskyldu, og loks er í
„Valde“ skýrt frá ungum, særðum svartþresti, sem bjargað er af
drenghnokka og gleður heimilisfólkið heilt sumar með glaðlegum
söng, unz hann verður fyrir óvæntu áfalli og deyr.
Það er mikil list í þessarri hæglætislegu frásögn, og hún er vel
löguð til að vekja hjá mönnum samhygð með náttúrunni og ást á
henni. Jakob Jóh. Smári.
IndriSi Þórkelsson á Pjalli: Baugabrot. Ljóðmæli. Rvik 1939.
Það, sem einkennir þessa bók mest, er spekin, -— lífsspekin.
Indriði á Fjalli er reyndur maður, og umfram allt er hann vitur
niaður. Og hann er orðheppinn og orðhagur, — og ágætlega hag-
orður, — svo að honum verður ekki skotaskuld úr því, að finna
hugsunum sínum viðeigandi búning. Orvar hans geiga ekki, og
spakleg orðatiltæki falla honum eðlilega af munni. Hann er vitsvns
skáld, ■— þó að hann sé í hina röndina tilfinningamaður. Og það
hjargar honum, því að vitið eitt nægir ekki til að skapa hinn bezta
skáldskap, heldur þarf tilfinningar með, — umfram allt þarf til-
finningu fyrir fegurð og göfgi. Þær tilfinningar hefir Indriði lika
í ríkulegum mæli, og fyrir þá sök er hann ekki aðeins vitmaður,
heldur einnig slcáld.
Maður sér að vísu, að höf. hefði að öllum líkindum orðið meira
hr skáldgáfu sinni, ef hann hefði haft meiri tíma og betri tækifæri
til að sinna henni. Og þó er ég ekki viss um það. Dæmi Stephans
G. Stephanssonar sýnir oss og sannar það, að annir dagsins þurfa
ekki að draga frá andlegri iðju næturinnar og tómstundanna, svo
að verulega miklu muni. Og Indriða er svo farið, að hann getur
komið skáldlegri lyftingu inn í einföldustu erfiljóð, hvað þá heldur
annað:
„Á vængjum þýðra hljóma frá góðs manns gröf sem nú
er greiðust leið til hæða, í kærleik, von og trú“. (Bls. 179.)
Eg ætla hér ekki að fara að þylja upp kvæðanöfn, enda þýðir
hað lítið, en vil aðeins minnast á kvæðaflokkinn um Bólu-Hjálmar,
sem er hin mesta snilld að efni og orðfæri.
Lausavisur Indriða eru margar afburðasnjallar, og þar tekst
honum einatt verulega upp.
Höf. kallar ljóðmæli sín Baugabrot, og er það sjálfsagt sann-
Hefni, ef miðað er við þá höfgu bauga skáldlegrar fegurðar, sem
15