Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 129
126
Veizlugleði
Skirnir
Ræða prófastsins um ísland kom þar niður, að land
vort „væri bezta landið undir sólinni“. Einn bóndi, úti í
horni, varð reiður af þessum orðum og sagði í hálfum
hljóðum, að þetta gætu þeir sagt, sem laun sín tækju af
svitadropum alþýðunnar.
Benedikt prófastur var héraðshöfðingi og búhöldur,
búhagur smiður og gekk til heyskapar meðan hann var
innan við fimmtugt. — Hann sá eitt sinn í tvo heimana
í náttmyrkri, reið í álstraum harðan fram af skör í Laxá.
En honum og léttfetanum bjargaði Hans bóndi á Núp-
um, sonur Kristjáns ferjumanns, ,er var bróðir Sigurjóns
á Laxamýri. Prófastur var þá á heimleið frá Húsavík
og mun hafa verið góðglaður og þess vegna eigi varkár.
Benedikt prófastur fermdi mig — og er honum eigi
um að kenna þann misbrest, sem orðið hefir á kristni-
haldi mínu í hartnær 60 ár.
Jónas Kristjánsson, brúðgumi í þessari v.eizlu, var föð-
urbróðir Jóhanns ættfræðings frá Leirhöfn. Kona hans,
Guðrún, átti að móður Þorgerði Markúsdóttur, gáfaða
kerlingu og svo bókelska, að hún las öllum stundum við
vinnu sína. Hún hafði það orðtak, að eitthvað mætti læra
af öllum bókum.
Guðrún, brúðurin í þessari veizlu, var fluggáfuð kona.
Hún lagði í það stórræði, sem einstakt mun um sveita-
konur, að hún þýddi danska skáldsögu í tómstundum
sínum á sunnudögum, og var að því verki svo lengi, að
árum skipti. Hún gat þýtt dönsku jafnóðum sem hún las.
En svo sem að líkindum lætur, var íslenzkunni ábóta-
vant.
Svava, dóttir Hraunkotshjónanna, var og flugskýr og
næm. Hún lærði Vestmenn (eða örlög guðanna) eftir
Þorstein Erlingsson á einni klukkustund, þegar hún sat
hjá fráfærnalömbum við Skjálfandafljót — svo var
henni létt um nám.
Hraunkotsfjölskyldan fór til Vesturheims, nema
Svava. Og var að því fólki mikil eftirsjá nágrönnunum.
Þegar þessi veizla fór fram, lifði Guðrún amma brúð-