Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 46
^kírnir
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
43
hann vakti upp. Heppnaðist honum að losna aftur við
kerlingu, sem var hin æfasta, fyrir hjálp prestsins á
staðnum, er hafði grun um, að eitthvað væri á seyði í
kii'kjugarðinum. En áður en kerling fer niður aftur, hræk-
ir hún í auga syni sínum, og átti hann að hafa fengið
vaglið á augað af þessu atviki. Pétur þessi var Jónsson og
átti heima í Litla-Árskógi á Árskógsströnd. Hann dó þann
5. september 1829, 85 ára að aldri. Um hann segir svo í
kirkjubókinni: „Var sjónlaus 24 ár; slokknaði út af af
aldurdóms hrörleik“. Sá sannleiksneisti er því í þessari
ótrúlegu sögu, að Pétur þessi var og hét á þeim tíma, sem
sagan segir, og í þeirri sömu sveit og dó gamall. Hitt er
hins vegar missögn, að hann hafi verið einsýnn, þar sem
kirkjubókin sýnir, að hann hefir verið sjónlaus í 24 ár.
Saga þessi er skráð eftir sögnum úr Eyjafirði.
Sagan af „Stúlkunni í Álftamýrarsókn“ (Þjóðs. J. Á.,
I, 298) er skráð eftir sögnum úr ísafjarðarsýslu. Hún er
um stúlku, sem drukknaði af tveimur bræðrum sínum við
heyflutning og gekk aftur að því, er talið var, til þess að
koma fram hefndum á manni einum þar í nágrenninu, er
hún hafði lagt ástarhug á, en hann hafði eigi viljað sinna
henni. Segir sagan, að þetta væri fyrir fáum árum, og
nefnir ekki nafn stúlkunnar. Saga um þetta er í Vestfirzk-
um þjóðsögum (ísafirði 1909), en einkum er hún ýtarlega
i’akin í Vestfirzkum sögnum, I, 289—319. Stúlka þessi hét
fullu na-fni Gunnhildur Sumarliðadóttir og átti heima á
Sveinseyri við Dýrafjörð, og er það í Hraunssókn, en ekki
í Álftamýrarsókn. Gunnhildur drukknaði þann 24. ágúst
1793. Segir kirkjubókin, að þann dag hafi í sjó dáið áður-
uefnd stúlka, 39 ára gömul. Vafalaust er, að þetta er sama
sagan, þótt svo segi, að hún hafi átt að gerast fyrir fáum
árum. Gunnhildur þessi hefir verið með magnaðri aftur-
göngum, og sást hún síðast fullum 120 árum eftir að hún
lór á kreik, að því er sagnir herma. En sú er trú manna,
draugar nái í mesta lagi 120 ára aldri. Ýmsar ekki
ófróðlegar missagnir um Gunnhildi eru tíndar til í Vest-
firzkum sögnum.