Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 104
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
101
,,Það skeði og hér hjá oss á fyrri tímum mjög snemma,
eg þenki í tíð þessara biskupa, það eldur kom upp í
Rauðukömbum, það er fyrir framan Fossá en fyrir norð-
an Skriðufell. Þá var Hagi í miðri sveit, og þeirra þing-
staður. Sá eldur brenndi allan Fossárdal, bæði skóga og
bæi; það voru alls XI bæir; til þeirra sér enn merki, og
hétu á Beighalastöðum, Stöng, Steinastaðir, Sámstaðir,
þar hafði Hjalti á Núpi bú, og var þá kristnin lögtekin
í landi, því hefir sá eldur seinna upp komið, en hvenær
það skeði sérlega veit eg ekki datum“.°)
Ef vér berum þessar frásagnir síra Jóns saman við
frásagnir Halldórs Jakobssonar og Jóns Espólíns, þá
leynir það sér ekki, að þeir hafa báðir haft Biskupaann-
ála fyrir heimild. Síra Jón segir hér frá tveimur atburð-
um, hlaupi úr Öræfajökli og gosi í Rauðukömbum. Hall-
dór Jakobsson segir líka frá þessu tvennu, og frásögn
hans ber um hvert einstakt atriði saman við frásögn
síra Jóns, svo langt sem hún nær, að hlaupið hafi gerzt
á einum morgni, tala bæjanna, sem af tók, og hinna,
sem eftir stóðu, að kirkjustaðurinn hafi heitið Rauðilæk-
ur og hafi aldrei byggzt aftur, að allt fólkið hafi farizt
uema presturinn og djákninn. Um gosið í Rauðukömb-
um og afleiðingar þess er frásögn Halldórs styttri, en
ber þó saman við frásögn síra Jóns um bæjatöluna og
um það að eldurinn hafi brennt bæi og skóga. Halldór
hefþ' ekki annað fram yfir frásögn síra Jóns en ártalið
u6 þá athugasemd að Rauðukambar séu í grennd við
Öræfajökul.
Það er því augljóst heimildasamband milli Biskupa-
aimála og rits Halldórs Jakobssonar. Um hlaupið, sem
af Rauðalæk, eigum vér tvær aðrar heimildir, sem
báðar eru eldri en Biskupaannálar. Önnur er annáls-
bi'otið frá Skálholti. Þar segir við árið 1362. ,,Eldr uppi
1 Uj stöðum fyrir sunnan ok hélst þat frá fardögum til
^austs, með svá miklum býsnum, at eyddi allt Litlahér-
ok mikið af Hornafirði ok Lónshverfi, svá at eyddi
v bingmannaleiðir. Hér með hljóp Knappafellsjökull