Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 184
Skírnir Heilbrigðismálaskipun fyrir 100 árum 181
árum síðar (1894—1895) fann hann eða hafði áreiðan-
legar spurnir af 158 sjúkl. með holdsveiki, og næsta ár á
eftir (1896), er nákvæm talning fór fram í hverjum
hreppi, komu enn yfir 20 í leitirnar, töldust þá alls 187.
Samt voru, eftir því sem síðar kom í Ijós við rannsóknir
próf. Sæm. Bjarnhéðinssonar, enn vantaldir 56 sjúkl., sem
þá höfðu haft veikina á byrjunarstigi, svo að alls hafa þá
(o: 1896) verið a. m. k. 237 holdsveikir menn á landinu.6)
Vafalítið hafa vantaldir sjúklingar 1837 verið hlutfalls-
lega miklu fleiri en í síðari talningunum (a. m. k. taln-
ingu Dr. Ehlers og talningunni 1896), og sést bezt, er
þetta er haft í huga, hve geysilega tíð holdsveikin hefir
verið í landinu fyrir 100 árum. Nú má heita, að þessi
voðalegi sjúkdómur sé að verða hér alveg úr sögunni.6)
Næst í röðinni er sullaveiki. Hennar er getið í lýsing-
um úr 24 prestaköllum. Að vísu er hún aldrei nefnd sulla-
veiki, heldur ýmsum öðrum nöfnum, svo sem meinlæti,
lifrarveiki, lifrarbólga, innvortis meinsemdir, innanmein,
innanmein og iðrafylli, innanveiki og vatnssýki, vatns-
eða graftrars'ullir innvortis, infarctus & abscessus vis-
cerum, en ekki er um að villast, að allt er sama tóbakið.
Sjálfsagt hefir borið á veikinni miklu víðar en talið er,
t>ví að með því að hún var útbreidd um allt land, hefir
festum prestanna þótt taka því að nefna hana nema þar,
sem hún var meðal tíðustu sjúkdóma í prestakallinu, því
að ekki varð hún talin meðal „sérlegra sjúkdóma“ þar.
Er hún líka víðast talin eigi seinna en annar í röðinni af
al&engustu sjúkdómum, á 2 stöðum fyrst, og á einum stað
eini „almenni" sjúkdómurinn, sem hefir þótt taka því að
nefna. Víst er og, að sumt af því, sem talið var brjóst-
Veiki, hefir stafað af lungnasullum (sjá síðar, sbr. Schl.
bls. 14). Gula, sem að vísu er aðeins nefnd þrisvar, hefir
iika e. t. v. stundum stafað af sullaveiki. — Hvorki af
fressum lýsingum né af öðrum gögnum, sem til eru frá
þessum tíma, verður ráðið með nokkurri vissu um tíðni
sallaveikinnar þá, annað en það, að hún hefir verið afar
algeng. Schleisner hefir það eftir Thorstensen landlækni,