Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 208
Skírnir
Ritfregnir
205
Þú varst sem blóm í vorsins aldingarði,
er vex í leynd við troðinn götustig,
og augnaráð þitt auðmjúkt, þögult stai'ði,
þótt aðrar jurtir litu stórt á sig.
En blómskrúð þitt er fölnað, fyrr en varði,
og fátt er nú sem minnir enn á þig,
því yfir dundi helsins vetur harði, —
en horfin angan bylgjast kringum mig.
Sá horfni ilmur vekur aftur vor,
en varlega má stíga’ í gengin spor,
þótt minning sé oft eina eign hins snauða.
Lífinu hæfir litur blóðsins rauða:
Þú lifðir og þú dóst með hljóðlátt þor, —
og sum blóm anga inndælast í dauða.
Þannig eru mörg ljóðin gerð. Þau geta hvorki verið lengri né
skemmri og engan veginn öðruvísi en þau eru, fagur og háleitur
skáldskapur og ekkert annað en skáldskapur. Eg ætla að spara mér
það verk að setja eitt kvæðið öðru hærra. Enginn, sem lætur sig
nokkru varða íslenzka ljóðlist, getur látið undir höfuð leggjast að
lesa kvæði Jakobs Jóh. Smára. Honum hefir oftast verið fyrir það
hrósað að ljóð hans væru fáguð og formfögur, en hinu má bæta
'við, að þau eru ekki jafn auðlesin sem þau eru yfirlætislaus.
Jakob Jóh. Smári hefir spunnið sérstakan streng í skáldhöi'pu
Islands og skal eg ljúka máli mínu með hans eigin orðum:
Þín Ljóðaljóð sem steinar munu standa
í straumi lífs og róti margra braga.
Jón Magnússon.
SigurSur Nordal: Hrafnkatla (7. heftið af Studia Islandica, ís-
lenzk fræði). Mit einem Auszug auf Deutsch.
Nafnið Hrafnkatla er stytting á Hrafnkels saga, en um hana
Ijallar þessi ritgerð, sem er 84 bls. að lengd. Ætlun höf. með rit-
Serðinni er að stuðla að lausn mjög viðkvæms og þýðingarmikils
heiluatriðis í forníslenzkri bókmenntasögu, hvort sagnfestiv- eða
bólcfestukenningin hafi meira til síns máls, þ. e. hvort sögurnar hafi
Vei'ið alskapaðar á vörum þjóðarinnar og síðan ritaðar óbreyttar
eða ritararnir hafi samið þær sjálfir og megi því með réttu kallast
höfundar þeirra. Inn í þetta fléttast ýmis önnur atriði, meðal ann-
ars söguleg sannindi sagnanna. Það liggmJ í augum uppi, að sögur,
sem ritaðar eru 200—300 árum eftir að atburðir þeirra eiga að