Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 38
Skírnii-
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
35
leið innan frá Fiskivötnum. Maðurinn, sem sagan er sögð
um, er vafalaust Gizur Gíslason, er bjó á Botnum í Land-
sveit um og eftir mija- 17. öld. I þjóðsögu þessari hefir
nafn hans og heimili haldizt rétt í fullar tvær aldir án
nokkurs sambands við ritaðar heimildir og án þess að
nokkuð annað gæti minnt á, að maður þessi hefði til ver-
ið. Fleiri lík dæmi mætti nefna, ekki aðeins um aðalper-
sónur í þjóðsögum, heldur einnig um ýmsar aukapersón-
ur. Eg skal aðeins nefna, að í sögunni af Loppu og Jóni
Loppufóstra er vitnað til manns, sem átti að hafa séð lær-
legginn úr Jóni Loppufóstra. Segir sagan, að nálægt miðri
18. öld hafi verið grafið lík í kirkjugarðinum á Illugastöð-
um og upp hafi komið lærleggur svo mikill, að enginn
hafði þvílíkan séð. „Þá bjó bóndi sá á Steinkirkju, er Odd-
ur hét.-------Hann var hæstur manna í sókninni; hann
tók legginn og mældi við sig, og nam leggurinn frá jörð
mjaðmarhöfuð á Oddi“. Oddur þessi var Björnsson og var
fæddur um 1694; árið 1762 býr hann á Steinkirkju og er
talinn 68 ára gamall.
IV.
En þótt margt sé þannig merkilega rétt og hafi geymzt
furðu lengi, sem telja má til mannfræði þjóðsagnanna, þá
lætur það að líkindum, að það fái eigi allt staðizt sögulega
i'annsókn. Minnið getur brugðizt og heimildir eru misjafn-
ui'. Eg skal nú nefna nokkur dæmi um ýmiss konar mann-
fræðilegar missagnir í þjóðsögunum, og eru öll dæmin tek-
in úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar.
1 )Rangt nafn. í sögunni af Sólhemia-Móra (1,391) er
niaður sá, er drukknaði í Rifi og Hallur á Skriðnesenni á
að hafa látið vekja upp, nefndur Friðrik, en Gísli Kon-
ráðsson segir í Söguþætti Strenda um þetta, að hann hafi
heitið Kristján Jónsson og mun það réttara. Gerist um
1820. í sögunni af Illuga-Skottu (I, 378) er (seinni) kona
Uluga skálds Helgasonar nefnd Ingibjörg, en hún hét Guð-
run. I sögunni af Reynistaðarbræðrum, sem tekin er eftir
-^rbókum Espólíns og sögu nyrðra frá síra Skúla Gísla-
3*