Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 88
Skírnir
Mexíkó
85
okuð og varð að eyða vinnuafli sínu í það að þræla fyr-
ir hinni hálfútlendu yfirstétt og fylla fjárhirzlur hennar.
Það var þá ekki um neina alþýðumenningu að ræða
í Mexíkó á þessum árum. Alþýðan var of menningar-
snauð, of fávís og of skipulagslaus, til þess að hún gæti
bært á sér. Kaþólski flokkurinn, flokkur kirkjuvalds-
ins og stórjarðeigendanna, varð því drottnandi flokkur
í landinu.
Aðalandstæðingar kaþólska flokksins voru demókrat-
arnir, sem þó voru ekki demókratar í þeirri merkingu,
sem við leggjum í það orð. Þeir studdust fyrst og fremst
við iðnrekendastétt borganna og að nokkru leyti við
sjálfseignarbændur í afskekktari landshlutum. Þeir
vildu hnekkja alræði kaþólsku kirkjunnar, en að öðru
leyti voru þeir yfirstéttarmenn og engir alþýðuvinir. Oft
áttu flokkar þessir í blóðugum borgarastríðum, en fram
yfir miðja 19. öld var kaþólski flokkurinn oftast yfir-
sterkari og réð því nær öllu í landinu. Helzti leiðtogi
þeirra, Santa Anna, var hvað eftir annað einvaldur í
Mexíkó. Það var hann, sem flækti Mexíkó inn í stríð
við Bandaríkin, sem varð til þess, að Mexíkómenn misstu
lönd sín fyrir norðan Rio Grande 1847.
Eftir það fór gengi Santa Anna að hnigna, og laust
eftir miðja 19. öld brutust demókratar til valda undir
forustu Benitó Juarez. Juarez var af Indíánakyni og
vakti ættir sínar til hinna fornu Aztekakonunga. Hann
stefndi að því að hnekkja ofurvaldi kirkjunnar og svipta
hana völdum og fjármunum, einnig hafði. hann í hyggju
að skipta stórjarðeignunum. Eftir margra ára borgara-
sfyrjöld varð hann því nær einvaldur í landinu. En hann
neitaði að viðurkenna hinar gömlu skuldir ríkisins við
Frakka og fleiri þjóðir í Evrópu, og varð það til þess, að
Napóleon 3. Frakkakeisari, að áeggjan drottningar
sinnar, sendi her til Mexíkó. Með stuðningi kaþólska
fiokksins lagði Ravine marskálkur, yfirhershöfðingi
Frakka, undir sig meginhluta landsins, en Juarez varð
ílýja norður á eyðimerkurnar. Napóleon 3. ákvað nú