Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 25
22
Sigurður Nordal
Skírnir
sinn af sora og syndum. Þar dvaldi hann aleinn með sál
sinni sjálfri, frammi fyrir dýrð og stórmerkjum tilver-
unnar, hlustaði á hin heillandi og storkandi orð völu-
spárinnar: Vituð ér enn — eða hvat? Það verður að
miklu leyti eilíft einkamál skáldsins, hvað hann lifði
á þeim stundum, sem voru honum sjálfur veruleikinn, —
,eins og það var ráðgáta fyrir manna sjónum, hvernig
sá maður, sem þeir hittu „við skrum og við skál“, hafði
getað varðveitt þennan heiða heim ofar skýjum og veðr-
um. En eg get ekki verið í vafa um, að hann hefir þá
fengið glampa af vitund og kennt unaðar, sem útvaldir
einir þekkja. Þessi mikli andi hefir verið máttugastur
í vanmætti sínum, er hann hafði varpað af sér öllum
heimsþótta og veraldarvizku. Og vald hans á tungunni
verður aðdáanlegast, þegar það er að þrjóta fyrir orð-
vana undrun barnsins og hann reynir að gera sig skiljan-
legan með táknum og líkingum. Það er engum of gott að
telja allt það í Hvömmum og öðrum kvæðum Einars
Benediktssonar, sem nær út yfir hversdagslegan sjón-
hring þeirra, óráðshjal, — að lifa sælir í þeirri vissu, að
takmörk mannsandans liggi nákvæmlega við þeirra eig-
in vallargarð, — og spá því, að slíkan skáldskap nenni
menn ekki að lesa í framtíðinni. En þegar eg hugsa um
það, að nú þegar lesa unglingar í skólum kvæði eftir
Einar, sem merkir menntamenn töldu skilningi sínum
algerlega ofvaxin fyrir 30 árum, er eg sannfærður um
hið gagnstæða. Komandi kynslóðir munu lesa verk hans
með sívaxandi alúð og árangri. Og einmitt þeim lesend-
um mun fjölga, sem reyna að njóta leiðsögu hans inn
í helgidóminn, þar sem þeir draga skó sína af fótum sér.
*
Hinn víðförli æfintýramaður dvelur nú á afskekktum,
íslenzkum sveitabæ, frammi fyrir hinum mikla útsæ.
Hann er horfinn veröldinni, og veröldin er horfin hon-
um. Þegar dauðinn vitjar hans, mun það verða sem í
draumi. Óttalaust og kvíðalaust mun hann leggja út á