Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 109
106
Ólafur Lárusson
Skírnir
heldur hafði ný og röng skýring á þessum atburði verið
búin til. Bendir þetta óneitanlega til þess, að þá hafi
verið liðinn æðilangur tími síðan dalurinn fór í auðn,
sennilega lengri en svo, að það geti hafa skeð á 14. öld.
Af öllum bæjunum, sem í dalnum eiga að hafa verið,
er enginn nefndur sem byggt ból í nokkurri heimild,
sem eldri er en frá lokum 14. aldar, nema aðeins einn,
Stöng. Hauksbók og Þórðarbók Landnámu nefna Gauk
í Stöng son Þorkels trandils, Þorbjarnarsonar laxa-
karls.18) Gauks er einnig getið í Njálu og þess, að fóst-
bróðir hans,Ásgrímur Elliðagrímsson,hafi vegið hann.1!))
Gaukur hefir því verið uppi á síðustu áratugum 10. ald-
ar. Ekki er ástæða til að efast um það, að bær hans hef-
ir verið Stöng í Þjórsárdal. Sá bær hefir því verið í
byggð um árið 1000, en eftir það er hvergi getið um
hann sem byggt ból. Hafi jafnmikil og blómleg byggð
verið í dalnum og talið hefir verið, og byggðin haldizt
við allt niður á 14. öld, þá er það næsta ósennilegt, að
heimildirnar skuli hafa svona fátt af henni að segja. I
sögum, annálum og bréfum frá þessu tímabili er getið
um mörg hundruð bæja víðsvegar um landið, ekki sízt
í kirknamáldögunum frá 13. og 14. öld. Þögn allra þess-
ara heimilda um bæina í Þjórsárdal virðist því benda til
þess, að sú byggð muni snemma hafa lagzt í eyði. Sér-
staklega vil eg minna á eina heimild, sem ekki getur
Þjórsárdals að neinu. Það er skrá Páls biskups Jónsson-
ar um prestsskyldar kirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi.
Skrá þessi er gerð um árið 1200.20) Þar er ekki nefnd
nein kirkja í dalnum. Stóra-Núpskirkja er næst dalnum
af kirkjum þeim, sem skráin telur. Um þessar mundir
var mikill fjöldi af kirkjum til í landinu. 1 Skálholts-
biskupsdæmi voru þá ekki færri en 220 kirkjur, sem
prestsskyld var við, fyrir utan aragrúa af minni háttar
kirkjum. Óvíða voru kirkjurnar þéttari en í uppsveit-
um Árnessýslu, í nærsveitum Skálholts. Ef eins mikil
byggð hefði verið í Þjórsárdal um 1200 og almennt hef-
ir verið talin hafa verið þar, og þótt hún jafnvel hefði