Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 59
56
Guðni Jónsson
Skírnir
gerðar suður, til þess að vera við greftrun móður sinnar,
fær því ekki staðizt við rannsókn á tímatalinu. Þorgerð-
ur Eyjólfsdóttur dó að Mosfelli í Grímsnesi, þar sem síra
Eggert var þá orðinn prestur, þann 20. ágúst 1810, 33 ára
að aldri, „úr sótt“ segir prestsþjónustuþókin. Allar þessar
sagnir um Sels-Móra eru skráðar eftir sögnum á Álftanesi,
Seltjarnarnesi og í Árnessýslu. Má því furðu gegna, hversu
margar missagnir hafa komizt hér að, þar sem ekki var
þó lengra liðið frá atburðum en raun er á.
VIII.
Ég læt hér nú staðar nurnið um dæmi af þessu tagþ
enda þótt enn sé af nógu að taka, er fróðlegt væri að at-
huga. Ég skal nefna til dæmis sagnirnar um lrafells-Mórar
sem væru út af fyrir sig efni í sérstaka ritgerð, enda yrði
þá að taka fleiri sjónarmið til greina en hér hefir verið
kostur á að taka. En þótt hér sé nokkuð fljótt yfir sögu
farið, vona ég þó, að það, sem rakið hefir verið hér að
framan, geti varpað nokkru ljósi á sögulegt gildi þjóð-
sagnanna, hin raunverulegu upptök nokkurra af þeim og
persónur þær, sem þær eru tengdar við. Eg hefi sýnt fram
á, að ýmsir menn hafi til verið, sem eru fyrir löngu orðnir
að þjóðsagnapersónum, og hvenær þeir hafi verið uppi.
En um leið er aldur sagnanna ákveðinn, og verður það að
teljast mikils vert atriði fyrir alla rannsókn á þeim, ef
hægt er að tímasetja þær tiltölulega nákvæmlega. Undir-
stöðurannsókn um þetta efni gerði eg, er eg samdi regist-
ur við Þjóðsögur Jóns Árnasonar, þótt enn megi þar um
bæta og við auka. Þá myndi og það, sem að framan grein-
ir, gefa nokkura hugmynd um gildi munnlegra sagna yfir-
leitt sem sögulegrar heimildar. Það kemur í ljós, að í sum-
um atriðum getur arfsögnin verið ótrúlega lífseig. Hún
getur varðveitt rétt nöfn manna öld eftir öld, og minning-
ar um einstaka viðburði geta lifað von úr viti. En þegar
til þess kemur að skýra frá sögulegum viðburðum í ein-
stökum atriðum, hvernig viðburðirnir hafi farið fram, er
sjaldnast á þjóðsöguna að treysta. Orsakasambandið