Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 219
216
Ritfregnir
Skírnir
um islenzkir höfðingjar á þessum tímum þurftu að vera gæddir,
ef vel átti að fara. Þeir þurftu að vera forsjálir, hugrakkir, við-
bragðsfljótir og miskunnarlausir, ef því var að skipta. Snorri
Sturluson var hvorki viðbragðsfljótur né grimmur og Sturla Sig-
hvatsson var ekki forsjáll; því fór sem fór. En loks hittir Kolbeinn
fyrir mann, sem var jafnoki hans, ef ekki meira, Þórð kakala Sig-
hvatsson, og óneitanlega er meiri riddaraleg glæsimennska yfir
Þórði. En ekki er gott að segja um, hvernig leik þeirra hefði lokiðr
ef Kolbeinn hefði verið heill. En loks er svo komið, að báðir ætla
að leggja mál sín í gerð Hákonar Noregskonungs, og var þó hvor-
ugur líklegur til að vilja óneyddur verða undirlægja konungs.
Hnígur allt að því, sem verða vill, og hallar nú óðum að hinum
dapurlegu lokum lýðveldisins.
Það er skemmst af að segja, að bókin er hin skemmtilegasta
lestrar og mál og still snotur og þægileg. Röðun efnis og atbui'ða
er hin skipulegasta. Auðvitað er Sturlunga aðalheimildin, en stór-
um er aðgengilegra að lesa hér sögu Asbirninga en vinza hana út
úr Sturlungu, enda kemur höf. með ýmsar skýrlegar athugasendir
frá eigin brjósti, söguefnið skýrist að miklum mun fyrir lesand-
anum og persónurnar standa lifandi fyrir hugskotssjónum hans.
Höf. hefir með mestu nákvæmni athugað staðháttu vígvalla og
fylkingaskipun, sem hann sýnir með uppdráttum bæði í Örlygs-
staðabardaga og Haugsnessbardaga. Hann er sanngjarn og varkár
í dómum sínum um menn og málefni. Hann er sýnu sanngjarnari í
garð Guðmundar góða, þess blessaða biskups, en maður á að venj-
ast, þótt ekki hafi hann að fullu losað sig við fordómana. Þeir,
sem ritað hafa um Guðmund og deilur hans við höfðingjaj finna
honum til foráttu virðingarleysi á íslenzkum lögum og deilur hans
við höfðingjana hafi eingöngu verið dutlungum hans og einþykkm
að kenna. En deila biskups og Kolbeins var engan veginn út í bláinn.
Hér var biskup að heimta vald það, sem kirkjan úti í löndum hafði
löngu tekið í sínar hendur, dómsvald yfir klerkum, eins og höf-
bendir réttilega á. Hitt er annað mál, hvort Guðmundur hefir farið
hyggilega að til að koma málum sínum fram. Auk þess gat enginn
biskup unað því að vera niðursetningur á biskupsstóli sinum, eins
og Guðmundur var hjá Kolbeini, enda hafði Kolbeinn ekkei't vald
til slíks. En Kolbeinn hefir ætlað að hafa öll tögl og haldir norðan-
lands, þótt honum skjöplaðist hér hrapallega. Biskupskosning f°r
fram á alþingi, en nú var það einn höfðingi, er réði henni.
Fyrstu íslenzku biskuparnir, sem að marki héldu fram kröfunt
kirkjunnar, voru þeir Þorlákur helgi, sem heimtaði kirkjustaði
úr höndum leikmanna, og Guðmundur góði, sem krafðist dómsvalds
yfir klerkum. Báðum mistókst, þótt síðar tækist. Krafa Guðmundar
náði þó fram að ganga sextán árum eftir dauða hans, með alþingis-
samþykktinni 1253. Sturlu Þórðarsyni farast svo orð í SturlungH