Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 159
156
Vilhjálmur Stefánsson
Skírnir
vetni, hvort sem um það er að ræða að þau séu fyrir
hendi eða vanti, muni hafa hin sömu lífeðlis-áhrif á hina
ýmsu kynflokka.
Staðurinn, þar sem Nörland fann beinagrindur, er
sýndu merki um beinkröm, var helzti verzlunarstaður-
inn á Suður-Grænlandi, Herjólfsnes, þar sem íbúarnir
munu hafa haft meira af evróskri fæðu en annarsstað-
ar á Grænlandi — að nokkru leyti af því að skipin komu
þangað fyrst, og að öðru leyti af því að íbúarnir á staðn-
um og í umhverfi hans höfðu atvinnu af viðskiptunum
við skipin.
Með öðrum orðum, það sem Nörlund hefir raunveru-
lega sýnt fram á, er, að hin lífeðlislegu áhrif matarhæf-
isins í Grænlandi á miðöldunum voru hin sömu og þau
eru nú í Grænlandi og á Labrador — að þeir, sem lifa á
evrópskri fæðu eða fæðu, sem farið er með á sama hátt
og Evrópumenn gera, fá beinkröm eða önnur veikindi,
er stafa af fæðuefnaskorti.
Vér getum því sagt það fyrir með nokkurri vissu, að
þegar fornfræðirannsóknir hafa nógu rækilega farið
fram á Grænlandi, muni það sannast, að beinagrindur
með merki um beinkröm finnist þar, sem vissa eða að
minnsta kosti líkur eru fyrir því að allmikið samband
hafi verið við Evrópu, og að bein, er sýni ekki beinkröm
eða önnur merki um veiklun, er stafar af fæðuefna-
skorti, finnist þar, sem vissa eða líkur eru til að ætla, að
íbúarnir hafi lifað mestmegnis á grænlenzkri fæðu, sem
farið hefir verið með að hætti Grænlendinga.
Til þess að lífvænlegt væri á Grænlandi fyrir þá
Norðurálfumenn, er þar voru búsettir á miðöldunum,
þurftu þeir að hafa þá heilbrigðu skynsemi að sjá það,
að þeir þyrftu að breyta lifnaðarháttum sínum, hætta
við evrópskar venjur og taka upp lífshætti Eskimóa.
Nansen kemst vel að orði um þetta, er hann segir, að
hann geti ekki hugsað svo illa um sína eigin landsmenn
á 12.—15. öld, að ætla þá of heimska til þess að sjá það,
að til þess að verða hólpnir, yrðu þeir að kasta af sér