Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 191
188
Sigurjón Jónsson
Skírnir
klór. — Krefða (líklega eczem eða impetigo) er nefnd á
einum stað (Hof í Álftafirði 1840), og eru þá upp taldir
þeir hörundskvillar, sem nefndir eru í lýsingunum, en
nærri má geta að flestu slíku hefir verið sleppt. Jón Pét-
ursson segir í Lækningabók sinni (sem að vísu var sam-
in fyrir 1800)' að langtum fleiri börn fái krefðu en sleppi
við hana (bls. 40), og Dr. Jón Hjaltalín ætlar, „að hör-
undskvillar muni í fáum löndum vera eins almennir og á
íslandi“ (Lækningakver, 1840, bls. 23—24).
Farsótta, annarra en þeirra, sem þegar hafa verið nefnd-
ar, er getið aðeins í fáum lýsingum. Bólusótt er nefnd „nú
um stundir“ í lýsingu úr Ásaprk. í Skaftafellssýslu (1840),
og í lýsingu úr Hofsprk. á Skagaströnd er sagt, að „bólan
sé nú (1840) á ferðinni frá suðurlandinu“. Þangað norð-
ur barst hún samt ekki. Hafði sóttin borizt með franskri
fiskiduggu til Vestmannaeyja og þaðan eitthvað til lands,
en líklega ekki víða, og aldrei út fyrir Sunnlengingafjórð-
ung.11) — Hálsbólga (ang. tons.) er aðeins nefnd í einni
lýsingu og kverkasárindi í annari, sem líklega er það sama.
Vafalaust hefir það valdið því, að hún var ekki nefnd oft-
ar, að þetta hefir þótt svo lítilfjörlegur kvilli, að ekki tæki
því að telja hann, því að Schl. telur hana tíða (bls. 26). —
Um blóðsótt er aðeins getið í 3 lýsingum; telur þó Schleis-
ner, að hún hafi gengið yfir 1840 (bls. 68), og þá hafi líka
gengið iðrakvefsótt (cholera nostras); ekki er hennar þó
getið nema í einni lýsingu, og þar kölluð skotuveiki v. cho-
lera. I 2 lýsingum er getið um lífsýki á börnum eða bak-
hlaup, og verður ekki séð, hvort þar hefir verið um far-
sótt að ræða eða ekki. — Bikslímskveisa á ungbörnum er
nefnd fjórum sinnum (á 2 stöðum er „colica meconii“ inn-
an sviga). Þar er fráleitt um farsótt að ræða, heldur melt-
ingartruflanir vegna mataræðis, enda er í einni lýsing-
unni tekið fram, a-ð næstum engin kona leggi börn sín á
brjóst, og í annari er talið, vafalaust með réttu, að börn-
in veikist svona, af því að þeim sé gefin mjólk (væntan-
lega óþynnt kúamjólk) áður en þau hafi hreinsazt. —
Gula er aðeins nefnd í 3 lýsingum.12) Telur þó Schl., að