Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 199
196
Ritfregnir
Skírnir
sjálfri hefði ekki hugkvæmzt eða þá hikað við að setja í æfisögu
sína og þó á þar heima. Með þessari samvinnu við rithöfundinn
glæðist meðvitund sögumannsins um æfiferill sinn betur en ef hann
sæti einn síns liðs og ritaði. Rithöfundurinn er honum í stað rýn-
ins lesanda. Hann finnur ef til vill betur en sögumaðurinn sjálfur,
hverju má sleppa og hverju þarf við að bæta, svo að allt verði sem
ljósast, skemmtilegast og sennilegast. Og loks verður sagan áhrifa-
meiri fyrir það að lesandinn verður síður á verði gagnvart rit-
höfundinum og tekur því orð hans gildari í þeim efnum, sem sögu-
persónunni eru til lofs, heldur en ef hún væri ein um söguna. Frá-
sögnin fær ósjálfrátt hlutlausari blæ, þó að rithöfundurinn hafi
i rauninni allan sinn fróðleik frá sögupersónunni sjálfri. —
Siðastnefndu aðferðina, að skrá æfisögu eftir sögn söguhetj-
unnar sjálfrar, hefir Guðmundur Hagalin haft í þeim tveim bók-
um, sem hér verður getið. Hvoruga þessa æfisögu mundi þjóðin
hafa eignazt án hans tilverknaðar, því að hinir miklu atorku-
menn, sem sögurnar eru um, mundu, að því er virðist, hvorugur
hafa fengizt til þess að rita æfisöguna sjálfur, þó að báðir séu
gæddir frábæru minni og frásagnargáfu. Báðar eru sögurnar æfi-
sögur og aldarfarslýsingar í senn, og það vill svo vel til, að þær
bæta hvor aðra upp, þar sem önnur gerist norðanlands og vestan,
en hin sunnanlands. Báðar eru söguhetjurnar fæddar sama árið,
1869, og taka því æfisögurnar nákvæmlega yfir sama tímabilið
og einhverjar mestu aldarfarsbreytingar, sem orðið hafa á æfi-
skeiði þjóðar vorrar. Þó er hvort ritið með sínum svip.
„Virkir dagar“ eiga nafn með rentu. Þeir eru lýsing á störfum
manns, sem alla tíð hefir lifað lífi alþýðumannsins á sjó og landi
og með frábæru þreki og karlmennsku staðizt hverja raun og skilað
heilum í höfn hverjum manni, sem undir stjórn hans var settur.
Hann fer til vandalausra 9 ára gamalt barn frá bjargarlausu
heimili með ein nærföt og fötin, sem hann stóð í, og tekur við
erfiðri smalamennsku. En smámsaman fær hann kraft í köggla
og þar með hylli húsbænda sinna, verður ungur skipstjóri á hákarla-
skipi, síðan bóndi jafnframt sjósókninni, og æfisagan verður nu
sagan um þrekraunir hans á sjó og landi til sjötugsaldurs.
Þó að efnið kunni á köflum að virðast nokkuð fábreytilegt, ein
sjóferðin annari svipuð, þá lífgast það allt upp af óvæntum smá-
atvikum, nýjum mönnum, sem koma við söguna, og glöggum lýs-
ingum á þeim. Vér kynnumst þarna fiskveiðunum norðanlands og
vestan, hákarlaveiðum, þorskveiðum, síldveiði, veiðiaðferðum, út-
búnaði og vinnubrögðum, skipstöpum, ísum og allskonar örðug-
leikum. En jafnframt fáum vér lýsingu á búnaðarháttum í landi,
heimilislífi, matarhæfi, klæðnaði, vinnubrögðum, ferðalögum og
skemmtunum. Lýsingin á Látraheimiilnu er frábærilega nákvæm
og lifandi og sígild í sinni tegund.