Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 102
Skírnir
Eyðing Þjórsárdals
99
sízt verið rakin. Mun eg nú athuga nokkru nánar heim-
ildirnar fyrir því, að dalurinn hafi eyðzt á 14. öld.
Tveir sagnaritarar hafa beinlínis árfært eyðingu dals-
ins, annar til ársins 1311 og hinn til ársins 1343. Mun
eg fyrst athuga það, við hvað þeir muni hafa stuðzt, er
þeir tilgreindu svo nákvæmlega hvenær þessi atburður
hafi gerzt.
Halldór sýslumaður Jakobsson segir í riti sínu um eld-
fjöll á Islandi frá( því, að árið 1311 hafi jökull hlaupið
austanlands og tekið af á einum morgni 40 bæi, svo að
einir 8 hafi staðið eftir af allri sókninni. Kirkjustaður-
inn, sem hét Rauðilækur, hafi einnig eyðzt og aldrei
byggzt aftur. Fólk allt hafi farizt að undanskildum
prestinum og djáknanum. Þá hafi líka gosið eldfjall þar
í grenndinni, sem kallað er Rauðukambar, og; br.ennt 11
bóndabýli með húsum, engjum og skógum. (,,Der brænd-
te ogsaa et Fiæld der tæt ved, som kaldes Röde-Kamb,
og dets Ild afbrændte gandske 11 Bönder-Gaarde, med
Huus, Enge og Skove“.)°)
Það er ekki að efa, að Halldór Jakobsson á við byggð-
ina í Þjórsárdal, er hann talar um jarðirnar, sem eyðzt
hafi af gosi úr Rauðukömbum. Menn hafa yfirleitt ekki
tekið mikið mark á þessari ársetningu hans. Þorvaldur
Thoroddsen segir um þetta rit Halldórs: ,,Ö11 bók hans
er hrúgaldur af allskonar sögnum, sönnum og ósönnum,
hvergi tilfærð heimildarrit, og ber hún auk þess vott um
staka vanþekkingu á landafræði íslands“.7) Kemur sú
vanþckking m. a. í ljós, er hann telur Rauðukamba vera
rétt hjá Öræfajökli.
Hinn sagnaritarinn, sem árfært hefir eyðingu dalsins,
er Jón Espólín. Hann kemst svo að orði í Árbókum sín-
um, við árið 1343: „Þessi missiri, er nú var getit, segja
sumir, at elldr kæmi upp í Rauðukömbum fyrir framan
Fossá en norðan Skriðufell, þar var Hagi í miðri sveit
°c þingstaðr, brenndi sá elldr Fossárdal, xi jarðir oc
ulla skóga þar með“.8) Þessari frásögn Espólíns mun
ulmennt hafa verið fylgt fram til þess, að Þorvaldur