Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 197
194
Sigurjón Jónsson
Skírnir
13) Hér er ekki átt við kreppur í liðamótum o. þ. h., því að þær
eru taldar annars staðar í yfirliti Schleisners.
14) Önnur lýsing er til úr Grímsey, seinna rituð, og er þar
„Grímseyjarvatns" líka getið og sögð að því minni brögð en áðurr
,,og tjá eybyggjar það koma af því, að menn fyrrum í eynni hafi
haft súrt eyjarkál svo mikið til matar, en nú er kálið aldrei haft.
súrt, heldur alltaf nýtt“.
15) 1837 er talinn faraldur að skyrbjúg á Vestur- og Suðurlandi.
16) f 2 lýsingum, er voru samdar eftir 1845 og því ekki teknar
hér til greina, er getið um hjartveiki, og er önnur þeirra lýsingin
úr Grímsey, sem áður var nefnd (við 14). Er þar hjartveiki talin
sjúkdóma fyrst, og er þetta um hana: „Hjartveiki, eður einhvers-
konar hræðsla; að henni eru brögð ei alllítil á allmörgum og vegna
hennar forðast eyjarmenn flestir saltan mat. Við henni tjá ey-
byggjar gott ráð vera, að éta glóðvolgt, hrátt bjarndýrshjarta.
Maríuvandarseyði er og sannreynt meðal“. Lýsing þessi er óár-
færð, en mun rituð einhvern tíma á árunum 1846—49, því að höf-
undur hennar, séra Jón Jónsson Norðmann, var þau ár prestur í
Grimsey. í Grímseyjarlýsingunni frá 1839 er hjartveiki ekki nefndr
og hefir hún þó sjálfsagt líka gert vart við sig í eynni þá.
17) Eftií að grein þessi var rituð — en henni var lokið í marz
1939 — fékk ég vitneskju um, að hér á Þjóðskjalasafninu eru til
skýrslur landlæknis og héraðslækna frá 1805 og eftir það. Hugs-
aði ég mér gott til glóðarinnar að kynna mér skýrslurnar frá þeim
árum, sem hér var um að ræða. En því miður vantar mjög víða
mikið í þessar skýrslur, og svo hlálega vill til, að svo má heita að
allar skýrslur vanti fyrir það tímabil, sem hér er miðað við, árin
1839—1845 (og raunar lika fyrir næstu árin á undan, 1835—
1838). Hins vegar eru til flestar skýrslur frá árunum 1830—1834
og 1846—1849; er þar að visu margan fróðleik að finna, en ekk-
ert er þar, sem getur gefið tilefni til breytinga á þvi, sem að fram-
an er ritað. En í viðbót við það, sem hér var sagt frá ljósmæðra-
skipuninni, má geta þess, að þarna eru upplýsingar um launakjör
ljósmæðra bæði á undan og eftir árabilinu, sem um var rætt, og
þá auðvitað á því líka. Þau voru þessi: Ljósmóðirin í Reykjavík,
sem var útlærð frá Kaupmannahöfn, fékk 100 rbd. ,,af Kongens
Kasse“, og auk þess ókeypis húsnæði og eldsneyti frá bænum. Hin-
ar lærðu sín fræði hjá landlækni eða einhverjum héraðslælcnanna.
Þær fengu líka 100 rbd. „af Kongens Kasse“, en vel að merkja:
allar til samans; átti þetta að skiptast jafnt á milli þeirra, svo að
það urðu um 4 rbd. handa hverri, ögn meira eða minna eftir þvir
hvort þær fækkuðu eða fjölguðu. Enga kröfu áttu þær til annarar
borgunar fyrir starf sitt. Það var því engin furða, þótt staðan
þætti lítið keppikefli.