Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 48
Skírnir
Sannfræði islenzkra þjóðsagna
45
I sögum þeim, sem taldar hafa verið hér næst á undan,
hefir verið bent á sjálfan sögukjarnann eða tilefni það, er
sögurnar hafa sprottið af. Venjulega er þar um sannsögu-
legan, voveiflegan atburð að ræða, sem alþýðutrúin leit-
ast við að skýra á yfirnáttúrlegan hátt. Það er sízt að
furða, þótt slysfarir og voveiflegur dauði manna yrði til-
efni til þess, að slíkar sagnir mynduðust, þar sem sú virð-
ist hafa verið trú almenn, að þeir, sem færust með þeim
hætti, yrðu á sveimi eftir dauðann að minnsta kosti jafn-
lengi og þeir mundu hafa lifað, ef ekkert slys hefði borið
þeim að höndum. En einmitt af því, að þjóðtrúin hendir
slíka atburði á lofti, getur minningin um þá varðveitzt
furðu lengi án nokkurs stuðnings af rituðum heimildum.
VI.
Eg skal nú nefna hér nokkurar sögur af sönnum við-
burðum, sem hafa orðið þjóðsögum að yrkisefni. Mun eg
fyrst skýra frá atburðunum, eins og þeir gerðust, sam-
kvæmt áreiðanlegustu heimildum, en síðan, hvað úr þeim
befir orðið í meðferð þjóðsagnanna. Sýna þau dæmi ljós-
lega, hversu valt getur verið að treysta heimildargildi
uiunnlegra alþýðusagna, jafnvel þótt tiltölulega skammt
sé um liðið, frá því er atburðir gerðust.
Daníel Andrésson hét maður. Hann átti heima á Stakka-
bergi á Skarðsströnd og var þar vinnumaður. Hann and-
aðist þann 30. ágúst 1880, 26 ára gamall, samkvæmt prests-
þjónustubók Skarðsþinga. Um dauða Daníels hefir mynd-
azt þjóðsaga, sem birt er í Gráskinnu (I, 41). I tilefni af
Þeirri sögu kom leiðrétting í síðasta hefti Gráskinnu (IV,
94), þar sem farið er eftir frásögn Elínar Guðmundsdótt-
ur, er var húsmóðir Daníels, þegar hann lézt, og fleiri
^anna, er mundu atburðina, og verður sú frásögn að telj-
ast áreiðanleg. Hún er svo:
„Dauða Daníels bar að höndum með þeim hætti, sem nú skal
greina: Daníel var dyggðahjú og var vanur að lita út á hverri
aóttu, til þess að gæta að því, hvort skepnur væru í túninu. Eina
n°tt, hálfum mánuði fyrir réttir, vaknaði Elín húsfreyja á Stakka-