Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 173
170
Sigui'jón Jónsson
Skírnir
urðsson — blóð, þegar mikið liggur á“). Þá er getið um
einn, „sem getur tekið blóð“ í Rípurprestakalli. Eftir-
tektarvert er það, hve fárra blóðtökumanna er getið í
Vestfirðinga- og Norðlendingafjórðungum í samanburði
við Sunnlendingafjórðung, og í Austfirðingafjórðungi
er einskis blóðtökumanns getið. Þetta sýnir þó engan
veginn, að þar hafi ..engir blóðtökumenn verið, því að
sjálfsagt hefir líka verið eitthvað af þeim þar um slóð-
ir.2) Hinu má gera ráð fyrir, að engir aðrir en þeir, sem
taldir eru, (og óvíst um suma þeirra), hafi haft blóð-
tökuleyfi frá hlutaðeigandi héraðslækni, og bendir það
á, að þeir Skúli Thorarensen og landlæknir hafi verið
trúaðri á blóðtökurnar en hinir læknarnir.
8. í Vestmannaeyjum hafði enginn lækningaleyfi
annar en héraðslæknirinn, og er þess áður getið.
Auk hinna skipuðu lækna, þeirra, er höfðu lækninga-
leyfi, og blóðtökumannanna, voru svo hinir eiginlegu
skottulæknar, menn, sem fengust við lækningar, án þess
að hafa nokkurt lækningaleyfi. Þeirra .er að vísu ekki
getið nema í fáum prestakallalýsingum, og oftast ekki
nema óbeinlínis. Hér kemur flest það helzta, sem þarna
er frá þeim sagt: tJr Njarðvíkurprk. (1840) : „Nokkrir
finnast, sem bera skyn á einfaldar lækningar“. — Úr
Garðaprk. á Álftanesi (1842) : „Nokkrir vita ein og
önnur húsráð“. — Úr Rauðamelsprk. (1839) : „Aðrír
(o: en héraðsl.), sem hafa reglulegt leyfi til lækninga,
eru hér öngvir“ — orðalagið bendir á, að e-r fáist við
lækningar án „reglulegs“ leyfis. — Um mann, sem
fékkst við lækningar án leyfis í Borgarsókn, er áður
getið, sömuleiðis um ,,nokkra“ í Hólmasókn. — Úr Ein-
holtssókn (1839) : „Öngvir læknar eru í sókninni eður
nokkrir, sem leyfi hafa að fást við læknisdóma. En þeg-
ar í nauðirnar rekur og sjúkdómar upp á falla, flýja
menn á náðir eins viss manns innan Bjarnanessóknar".
Ekki er þessa manns getið í lýsingu Bjarnanessóknar,
sem send er ári síðar, og sýnir það með öðru, hve hér
er slælega tíundað. — í lýsingunni úr Holtssókn undir