Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 28
Guðni Jónsson
Sannfræði íslenzkra þjóðsagna
i.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, að íslenzkar þjóð-
sögur eru auðugar af rannsóknarefnum, enda þótt fæstum
þeirra rannsóknarefna hafi hingað til verið verulegur
gaumur gefinn. Hingað til hefir áhuginn nær eingöngu
beinzt að söfnun og útgáfu þjóðsagna, en síður að hinu, að
vinna úr þeim í þágu íslenzkra fræða. Til þessa eru ýmsar
ástæður. Hér skal aðeins minna á tvennt, nálægð þeirra
við nútímann, sem veldur því, að mönnum sést yfir þær
vegna f jarlægari og meira lokkandi viðfangsefna, og í ann-
an stað verður að telja, að þær séu naumast komnar til
þeirra metorða meðal fræðimanna almennt, sem þær eíga
skilið. Mörgum er tamt að líta á þjóðsögur með hálfgerðri
fyrirlitningu, telja þær hégóma og meira eða minna ó-
merkilegan samsetning, jafnvel verri en gagnslausan.
Þetta mat byggist ýmist á lífsskoðun, sem er gagnstæð
eðli og anda þjóðsagna og þjóðtrúar, eða á því, að menn
ætlast til, að þjóðsögur séu eitthvað annað og meira en
þær eru og er ætlað að vera. Þeir, sem treysta til fulls á
næmi sinna fimm skilningarvita og vilja ekki viðurkenna
tilveru neins dularfulls utan við skynsvið þeirra, telja lítils
vert um frásagnir af alls konar dularverum, draugum,
fylgjum, álfum, tröllum, útilegumönnum og landvættum.
Og þeir, sem gera þær kröfur til þjóðsagna, að þær séu
sannar, eins og kallað er, að þær séu eins konar sagnfræði,
fá þeirri kröfur ekki heldur fullnægt.
En þessi eða önnur lík sjónannið réttlæta það engan
veginn að kveða upp allsherjaráfellisdóm yfir þjóðsögun-
um, því að auður þeirra er svo margvíslegur, að þær bæta