Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 160
Skírnir
Hvernig eyddist byg'gð íslendinga
157
fornum venjum og taka upp nýjar lífsvenjur, er hæfðu
nýju heimkynnunum.
í bók þeirri, sem áður hefir verið getið, hefir Nörlund
sýnt fram á, að Norðurálfumenn hafi ,enn lifað sem
Norðurálfumenn fram til 1520 að minnsta kosti.
Sumarið 1578 kom Frobisher á land í Grænlandi og
fann tjaldstað, sem íbúarnir höfðu flúið frá. Hann fann
þar þrífót úr járni og hluti, er sýndu að fólk þetta hafði
j.verzlað við almenna borgara, eða að það væri áreiðan-
lega lagið við smíðar“, og var því mjög frábrugðið Eski-
nióum þeim, er hann hafði hitt þar, sem nú er nefnt
Baffineyja.
Ekkert er augljósara í augum þeirra, er nokkuð hafa
i'annsakað Eskimóa, en það, að þeir hafa samkvæmt lifn-
aðarháttum sínum lítil eða engin not af þrífæti og að
járn, í hverri mynd sem er, er óðara bútað sundur og
gerðir úr því þeir hlutir, sem Eskimóarnir þarfnast. Þeim
lesendum, sem ekkert hafa heyrt um það áður, mun
koma það einkennilega fyrir, en þó er það staðreynd,
sem oft og víða hefir verið sönnuð, að hlutir eins og
byssuhlaup eða brot úr akkeri geta Eskimóar unnið með
steinaldarverkfærum sínum og gert úr þeim hnífa,
sPjótsodda, örvarodda og þó framar öllu öðru nálar.
Þetta fólk, er skildi eftir þrífót úr járni á tjaldstaðn-
Urn, er það flúði burtu, þegar Frobisher nálgaðist, hefir
bví annaðhvort ekki verið að fullu Eskimóar í háttum
sínum, eða á hinn bóginn verið Eskimóar, er bjuggu svo
Vel að járni, að þeir gátu leyft sér að skilja nokkuð af
Því eftir ónotað, eins og þennan þrífót úr járni. Með
öðrum orðum, hér var um það tvennt að ræða: Var þessi
flokkur manna ekki að öllu leyti Eskimóar, eða var hér
Ulu Eskimóa að ræða, er stóðu í nánara sambandi við
Norðurálfubúa en menn hafa vitað um fram að þessu?
Árið 1586 fann John Davis grafreit manna, er klædd-
lr voru skinnum, og var þar ekki að sjá nein merki um
samband við Evrópu önnur en þau, að krossar voru á
leiðunum. Þeir, sem nokkuð hafa kynnt sér samanburð-