Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 192
Skírnir
Hoilbi'ig'ðismálaskipun fyrir 100 árum
189
umferðag-ula hafi gengið hér 1837 og 1838 (bls. 49 og 67),
en hún hefir verið um garð gengin nokkru áður en fyrstu
lýsingarnar voru samdar, og líklega hefir meira eða minna
af þeirri gulu, sem talin var, stafað af sullaveiki.
I einni lýsingu (úr Hólmaprk. í Reyðarfirði 1843) er
getið um aflleysisveiki og segir þar svo: „Aflleysisveiki
hefir einnig gert vart við sig hér, og er einn maður hér í
sókninni, sem legið hefir í henni nú upp 1 tvö ár og verð-
ur líklega kararómagi. Honum bagar nú orðið meðfram
geðveiki“. Þetta gæti vakið grun um mænusótt, en fullyrt
verður ekkert um það. Má í fljótu bragði virðast undar-
legt, ef um mænusótt hefði verið að ræða, að hennar væri
hvergi getið annars staðar. Þó er aðgætandi, hve lýsing-
arnar eru gloppóttar, og minnast þráfaldlega ekki á sjúk-
dóma, sem víst er, að hafa átt sér stað, og líka ber þess
að gæta, að mænusótt þekktist þá ekki sem sérstakur sjúk-
dómur. — Schleisner segir (bls. 29), að lamanir séu ekki
fátíðar á íslandi, en flestar þeirra stafi af gigt („af rheu-
matisk Aarsag“). Nú er það a. m. k. mjög fátítt — ef það
kemur nokkurn tíma fyrir — að menn fái lamanir af
gigt,13) og gæti því hugsazt, að eitthvað af þeim lömun-
um, sem gigtinni er þarna kennt, hafi stafað af mænusótt.
Enn þá sennilegra er þó hitt, sem ég minntist á í kaflan-
um um gigtina, að sumt af því, sem kallað var gigt, hafi
verið taugabólgur stafandi af Bi-fjörefnisskorti, og þá
verður skiljanlegt, að „gigtin“ hafi stundum haft lamanir
í för með sér. Sumt af lömununum hefir og getað stafað
af limafallssýki, sjá kaflann um gigt.
í lýsingunum er enn getið tveggja sjúkdóma, er menn
vita nú, að stafa af fjörefnaskorti. Það eru beinkröm
(kölluð „Engelsk sýki“ í lýsingunum) og skyrbjúgur. Um
beinkröm er ekki getið nema í 3 lýsingum, öllum úr Múla-
sýslum, enda segir Schleisner (bls. 3, 112 og víðar), að
beinkröm komi nálega hvergi fyrir, nema á Fljótsdalshér-
aði, en sé þar mjög algeng. Vafalaust hefir Schl. ekki ver-
Jð nógu kunnugur til að geta fullyrt þetta, því að þótt hann
færi víða og yrði ekki var við beinkröm nema þarna, get-