Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 214
Skírnir
Ritfregnir
211
tók við kennslu í þessum greinum. Var hann nokkru síðar skipaður
prófessor og hefir kennt þessar fræðigreinir síðan. Þess kenndi
nokkuð, að sumum þótti djarft af kennurum deildarinnar að leggja
það til, að 24 ára gömlum manni yrði falin staða þessi, en þeir
þekktu prófessor Bjarna að afburða námshæfileikum, bæði um
greind og dugnað, og vissu það, að hann mundi rækja hvert það
starf, sem hann tæki að sér, með prýði. Og þeir hafa ekki orðið
fyrir vonbrigðum.
Hið mikla rit það, sem hér verður gert að umtalsefni, hefur á
inngangi, þar sem nokkur grein er gerð um efni þess og þau rök,
sem flutt hafa verið til stuðnings deildaskiptingu löggjafarþinga
almennt. Var sú ósk mjög uppi fyrrum, að önnur deildin, efri deild
og samsvarandi heiti þeirrar deildar á aðrar tungur, væri kosin af
íhaldsamari mönnum en hin deildin, svo að efri deildin mætti
reisa skorður við flausturslegri afgreiðslu mála og við of hröð-
um og róttækum breytingum á skipulagi þjóðfélaganna. Þar sem
kosningarréttur og kjörgengi til beggja deilda er hinn sami, eins
og nú er hér, má ekki gera ráð fyrir meiri íhaldsemi í efri deild
en neðri deild. Og eru þau rök til deildaskiptinga þingsins því brott
fallin hér, að efri deild muni framar neðri deild stemma stigu fyr-
ir of hröðum og róttækum skipulagsbreytingum. Þar á móti má
hin röksemdin, að deildaskiptingin veiti nokkru meiri tryggingu
um vandaða afgreiðslu þingmála en vera mundi, ef þing væri óskipt,
enn skipta máli, því að hvert þingmál sætir þá fleiri umræðum en
ella og sjálfstæðri athugun í hvorri deild.
I II. kafla ritsins lýsir höf. allrækilega bollaleggingum manna
hér á landi um skipun alþingis allt frá því að hafnar voru ræður
um stofnun löggjafarþings hér og þar til 1934, er síðast voru
breytingar gerðar á stjórnarskránni. Sú hugsun, að efri deild eigi
að vera hemill á hina deildina, mun hafa ráðið því, að stjórnin
skyldi eftir stjórnarskrá 5. jan. 1874 nefna 6 þingmenn til efri
deildai', konungkjörnu þingmennina, er voru nákvæmlega helm-
ingur efri deildar. En íhaldsemi efri deildar á tímabilinu 1875—
1903 skipti reyndar ekki mjög miklu máli, því að þá stöðvaði stjórn-
in hvert það mál, sem henni sýndist, með synjun um staðfestingu
konungs og á undirskrift ráðherra með honum á lagafrumvörp, sem
alþingi hafði samþykkt (frumvörp til breytinga á stjórnarskránni,
búseta fastakaupmanna, hæstiréttur á íslandi). Þegar ráðherra-
valdið fluttist inn í landið (stjórnarskrárbreytingin frá 3. okt.
1903) varð að vísu breyting á þessu, en ráðherra gat, meðan kon-
ungkjör 6 þingmanna til efri deildar hélzt, nokkurn veginn tryggt
sér meirihluta í efri deild. Með afnámi konungkjörsins (breytingar
ú stjórnarskránni 19. júní 1915) breyttist þetta að vísu, því að nú
kom landkjör á 6 þingmönnum til efri deildar með hlutbundnum
kosningum, og orkaði þessi breyting því, að hver þingflokkur, sem
14*