Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 39
3fi
Guðni Jónsson
Skírnir
syni, er fylgdarmaður bræðranna að sunnan nefndur Jón,
og sama segir Gísli Konráðsson í þætti sínum af Staðar-
bræðrum, en rétta nafnið er Guðmundur, eins og þing-
höldin í líkamálinu sýna. Reynistaðarbræður urðu úti ár-
ið 1780. í sögunni af Miklabæjar-Sólveigu er vinnumaður
sá á Miklabæ, er kom að Sólveigu hálsskorinni, nefndur
Þorsteinn, en rétta nafnið er Jón Steingrímsson (sbr.
Blanda IV, 68). Sá atburður gerðist árið 1778. Móðir
Fjalla-Eyvindar er nefnd Margrét (II, 243), en hún hét
réttu nafni Ragnheiður Eyvindsdóttir (Manntal í Árnes-
sýslu 1729). 1 sögunni af Hörgslands-Móra er dóttir síra
Odds Árnasonar á Kálfatjörn (d. 1705) nefnd Ingibjörg,
en íétta nafnið er Þorbjörg (Smævir IV, 619). í sögunni
af Höfðabrekku-Jóku (I, 526) er maður sá, er gat barn
við dóttur hennar árið 1636, nefndur Þorsteinn, en hann
hét réttu nafni Guðmundur Þorvaldsson (Smævir II, 570).
Þá er kona Axlar-Bjarnar nefnd Steinunn (II, 115), en
rétta nafnið er Þórdís Ólafsdóttir, eins og alþingisdómur
um hana frá 1596 sýnir (Alþb. fsl. III, 64). Loks er svo
sagt í sögunni um Björn skafinn, að maður Margrétar
ríku á Eiðum hafi heitið Bjarni (II, 131). En Margrét var
tvígift, og hét fyrri maður hennar Sigurður, en hinn síð-
ari hét Magnús (Smævir I, 317—318) ; hún var uppi á
fyrra hluta 16. aldar.
2) Rangt föSurnajn. Guðmundur bóndi á Vaðli á Barða-
strönd (d. 1817) er talinn Jónsson (I, 341), en hann var
Sigmundsson. Þorgeir bóndi á Végeirsstöðum í Fnjóska-
dal, sem dó árið 1803, 86 ára gamall, og hinn nafnkunni
Þorgeirsboli er kenndur við, er talinn Jónsson (I, 350), en
hann var Stefánsson. í sögunni af Kolbeinshelli (II, 106)
er Páll bóndi í Firði, sem er 80 ára gamall árið 1762, tal-
inn Jónsson, að því er sögumann minnir, en hann var
Snjólfsson. Guðrún, fyrri kona Þormóðar skálds í Gvend-
areyjum, — hún er talin 43 ára árið 1703, — er sögð
Helgadóttir (I, 541), en hún var Árnadóttir. Guðmundur
í Hafnareyjum eða Hafnareyja-Gvendur, sem sagður er
annar versti fjandmaður Þormóðar í Gvendareyjum og er