Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 94
Mexíkó
91
Skírnir
legu lénsaðalsríki í borgaralegt framfaraland með líku
sniði og lýðræðisríki Vestur-Evrópu. Leiðtogar lands-
ins eru ekki og hafa aldrei verið neinir ,,byltingamenn“
í þeim skilningi, sem við Evrópumenn leggjum í það orð,
þeir eru aðeins borgaralegir framfaramenn og lýðræðis-
sinnar, sem hafa stefnt að því að gera Mexíkó að nú-
tíma menningarríki og Mexíkómenn að fi'jálsum mönn-
um og losa þá undan viðjum miðaldakirkjuvalds og stór-
jarðeigendavaldi. Þeir eru ekki kommúnistar og ekki
einu sinni sósíaldemókratar. Cardenas hefir oft látið í
ljós aðdáun sína á Roosevelt og talið hann fyrirmynd
sína, en í raun réttri er hlutverk hans og fyrirrennara
hans líkara hlutverki Lincolns forseta, er hann braut á
bak aftur plantekruaðal Bandaríkjanna og afnam þræla-
haldið í Suðurríkjunum. Afnám bændaánauðarinnar í
Mexíkó og skipting stórjarðeignanna er í raun réttri enn
þá þýðingarmeiri í þjóðfélagslegu tilliti en lausn svörtu
þrælanna í Bandaríkjunum.
Þjóðbyltingarhreyfingin mexíkanska er fyrst og
fremst bændahreyfing, sem snúið hefir höfuðsókn sinni
á hendur hákirkjunni og stóreignamönnum (plant-
ekruaðlinum). En jafnframt er hún þjóðleg frelsishreyf-
ing, sem beinir sér gegn erlendu auðkýfingavaldi. Þess
vegna lætur Þjóðbyltingarflokkurinn sér mjög annt um
hinar gömlu, þjóðlegu menjar landsins, og þar sem hin-
ar gömlu yfirstéttir landsins voru að mestu leyti af
hrein-spönskum ættum, beinist sókn flokksins að miklu
leyti að öllu því í landinu, sem spanskt er. Indíánakyn-
stofnar landsins láta meir og meir til sín taka, og marg-
ir af núverandi áhrifamönnum mexíkanska lýðveldisins
eru að meira eða minna leyti af Indíánaættum, þar á
Weðal Cardenas sjálfur, sem að vísu er spanskur í aðra
^ettina, en rekur þó kyn sitt til konunga Taraconindíána.
Þjóðbyltingarflokkurinn er að mestu leyti einráður
í Mexíkó, hann hefir meiri hluta á þingi og meðal kjós-
enda, og í flestum fylkjum og borgum hafa leiðtogar
hans völdin. Flokkurinn hefir ekki mætt neinni mót-