Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 154
Skírnir
Ilvernig’ eyddist byg’g’ð íslendinga
151
Nansen álítur, að skýring ívars á því, er hann sá (eða
máske öllu heldur skýring Norðmanna heimafyrir á frá-
sögn ívars) sé fjarri öllum sanni; hún sýni fullkomið
skilningsleysi á grænlenzkum ástæðum, á ástæðum veiði-
manna yfirleitt og þó sérstaklega Eskimóum. Hann seg-
ir, að það sé mjög líklegt, að Eskimóar hafi farið að
drepa húsdýr, er þeir sáu þau fyrst, af því að þeir hafi
álitið þau nýjar tegundir af villtum dýrum, eða að þeir
hafi ekki viðurkennt eignarréttinn, eða skilið hann, og
drepið þau þrátt fyrir það, að þau væru eign einhvers
sérstaks manns. Hvort sem um hið fyrra eða seinna var
að ræða, felldu þeir dýrin sér til matar. Mjög líklegt er,
að Eskimóar hafi drepið húsdýrin án þess að drepa íbú-
ana, en hitt er óhugsanlegt, að þeir hafi drepið íbúana
án þess að drepa húsdýrin.
Sannleikurinn er sá, að íbúar Vestribyggðar hafa þá
orðið aðallega að treysta á veiði, þó að þeir hafi ekki
með öllu verið hættir við fjár- og nautgriparækt. Þetta
var um hásumarið, og öll fjölskyldan hefir verið komin
inn í einhvern afskekktan dal, til þess að safna eggjum,
veiða lax eða eltast við hreindýr, sem þá, eins og nú,
mundu hafa verið veidd um þetta leyti.
Ef Ivar Bárðarson hefði skilið ástæðurnar, hefði hann
skýrt frá því, að allt væri í góðu gengi, úr því að hann
sá búfénaðinn á beit kring um bæinn. Þá hefði hann skil-
ið það, að íbúarnir voru fjarverandi við veiðar, af því að
nú var einmitt bezti veiðitíminn.
Lítill efi virðist vera á því, að ef Ivar Bárðarson hefði
ekki orðið hræddur, af því að hann dró rangar ályktanir
af því, er hann sá á fyrsta bænum, er hann kom að, þá
hefði hann haldið áfram til næstu bæja og að á einhverju-
um hefði hann fundið eitthvað af fólki heima, þó að aðr-
ir af heimilisfólkinu væru fjarverandi að veiðum.
Skýrslur, sem enn eru til frá tímabilinu eftir ívar
Lárðarson, eru aðallega í skjölum frá Róm, og höfum
"Vér komið með útdrátt úr þeim. Mjög líklegt er, að sam-
Söngur hafi hafizt aftur milli byggðarlaganna eftir hans