Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 225
222
Ritfregnir
Skírnir
GuSmundur Daníelsson: Á bökkum Bolafljóts. Skáldsaga. I—II.
Útgefandi: Þorsteinn M. Jónsson.
Það eru meiri mennirnir, þessi söguskáld, ef þeir þegja annað
árið, eru þeir vissir með að koma með 2 bindi hitt árið., Svo hefir
það verið um Guðmund Daníelsson að þessu sinni. Hann lét oss í
friði árið sem leið, en nú kemur hann með bók í 2 bindum. Eg held
að farið væri að spyrja oss ljóðasmiðina, hvort ekki væri hægt
að vanda framleiðsluna meira í stað þess að. níðast svona á þjóð-
inni. En það hefir hver sinn djöful að draga, og vér verðum að
sitja með söguskáldin í þessu formi, og það skal þá þegar sagt um
þessa bók, að það er engin haugganga eða myrkraverk að brjótast
í gengum hana, því að hún er skemmtileg frá upphafi til enda.
Skáldauga höfundarins er skært og víðvakandi, stillinn flugléttur
og kjarnmikill.
Sagan hefst og endar á Ásvaldi Finnssyni. Hann kemur sem að-
skotadýr í Grjótlækjarsveitina með allmikinn fjársjóð í fórum
sínum og dálitla synd á samvizkunni í sambandi við hann. Þá synd,
ásamt nokkrum skuggum fortíðarinnar, vill hann fenginn þvo af
sér, þegar hann er kominn í hið nýja umhverfi. En hann getur
það ekki. í stað þess verður þessi fyrsta synd til að bjóða mörgum
öðrum heim, um það lýkur. Þessari persónu höfundar er ýmislegt
til lista lagt. Slembilukka Ávalda og ófyrirleitni gera hann að
allmiklum manni. Hann er vel verki farinn og gæddur seiðmagni
æfintýramannsins.
Þennan mann magnar höfundur gegn Davíð Jónssyni, sem er
bóndi á hálfu Sveinsvatninu, og landseti Orms á Grjótlæk.
Davíð er íslenzkur bóndi í hár og skinn og hinn mesti járnkarl,
og gerast aðalátökin i sögunni milli þessara manna. Hann vinnur
nótt með degi, finnur á sér vondarl vetur, fer eftir himinteiknum
og drepur þá kúna af heyjunum, sem konu hans er sárast um.
Hið eina, sem getur mýkt skap hans, er döggvot og grængróandi
jörðin á vorin. Davíð rís hæst, þegar hann lógar öxi sinni í smíða-
húsinu. Þannig skrifar enginn nema sá, sem hefir stórskálds hæfi-
leika. En það er ekki laust við að maður sjái eftir Davíð, þegar
hann flýtur inn í velsælu Orms á Grjótlæk. Eftir þann tíma þarf
hann aldrei að taka í buxnastrenginn, hvað þá heldur meira, en
það var áður hans óvíga brynja gegn öllum óvæntum áföllum.
Milli þeirra Davíðs og Ávalda hvarflar María litla, bezta konan
í bókinni, eins og grannur ljósgeisli milli tveggja risavaxinna skugga.
Hún gengur aldrei á hólm við mann sinn fyrir augum lesandans,
opnar aldrel hjarta sitt til fulls, ákvarðanir hennar eru hljóðlátar,
en djarfar og óbifanlegar, og svipar henni þar til Davíðs bróður
síns.
María er það eina vígi, sem mannvonzka Ávalda fær aldrei unnið,
hún elskar hann eins og hann er, tekur ekki afbrot hans til greina,