Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 118
Sk'inir
Eyðing Þjórsárdals
115
Þess, að mennirnir hafa leikic ícndið ver en náttúru-
öflin.
Síra Jón Egilsson nefnir eyðidalinn, sem hér hefir
verið rætt um, Fossárdal en ekki Þjórsárdal, eins og
hann nú er nefndur, og gefur þetta tilefni til þess, að
athuga nafnið nokkru nánar.
Eftir því, sem málvenjan er í öðrum landshlutum,
ætti nafnið Þjórsárdalur að vera heiti á dal, sem Þjórsá
vynni eftir, sbr. t. d. nöfnin Blöndudalur, Hörgárdalur,
Laxárdalur, Norðurárdalur, Svartárdalur, sem allir eru
kenndir við árnar, sem eftir þeim renna, og eru hér að-
eins nefndir hinir stærstu dalir, sem slík nöfn bera, en
auk þeirra mætti telja fjölda marga minni dali, sem
kenndir eru við ár með sama hætti. Nú rennur Þjórsá
alls ekki eftir dalnum, sem nú er nefndur Þjórsárdalur,
heldur fyrir utan hann, og nafn hans er því brot á þess-
ari nafngjafavenju og þekki eg ekkert dæmi hliðstætt
hví. Hins vegar er Fossárdalur réttnefni á dalnum, því
eftir honum fellur á, er Fossá heitir. Þjórsá fellur að eg
ætla hvergi í dal á allri sinni löngu leið frá upptökum
sínum til sjávar, og nota eg þá orðið ,,dalur“ í þeirri
uierkingu, sem venjulegust er eða réttara sagt ein er
notuð í daglegu máli nú á tímum. En þess er þá jafn-
framt að geta, að orðið hefir verið notað í nafngjöfum
a Suðurlandi með öðrum hætti en í öðrum landshlutum.
Á Suðurlandi er fátt um dali. Móbergshéruðin þar eru
°f ung til þess, að dalir hafi náð að myndast þar með
sama hætti og í blágrýtishéruðunum í öðrum sveitum,
°g orðið ,,dalur“ er notað í nafngjöfum sunnanlands
nieð þeim hætti, að það kemur mönnum úr öðrum lands-
hlutum undarlega fyrir sjónir. Nefni eg sem'dæmi þessa
Laugardalinn í Árnessýslu og Mýrdalinn í Vestur-
Skaftafellssýslu. Þau byggðarlög myndi engum manni
Uorðanlands eða vestan koma til hugar að nefna dali.
Nafnið Þjórsárdalur kemur fyrir á nokkrum stöðum
í fornritunum, oftast þó þannig, að talað er um fólk, sem
sagt er að verið hafi ,,í“ eða ,,úr“ Þjórsárdal. í Glúmu
8*