Skírnir - 01.01.1940, Blaðsíða 224
Skírnir
Ritfregnir
221
á brúðurinni heldur hafi hún í upphafi fyrst og fremst verið samn-
ingsmál milli ætta beggja hjónaefnanna, samningur, sem var í þágu
beggja ættanna og varðaði þær báðar miklu ekki síður en hann
varðaði hjónaefnin. Próf. Schultze byggir hér á kenningum Vil-
helms Gi'önbechs um lífsviðhorf Porngermana, að sæmd og ham-
ingja ættarinnar hafi verið meginatriðið i lífsstefnu þeirra. Ættin
hafi því ekki getað látið það afskiptalaust við hvaða ætt hver ein-
stakur meðlimur hennar tengdist við hjúskap. Hafi það verið næsta
mikilvægt mál fyrir ættir beggja hjónaefnanna að jafnræði væri
með þeim. Þá var það tryggt, að sæmd og hamingja ættarinnar rýrn-
aði ekki, og það var atriði, sem hafði gildi lengra en æfi einstakl-
ingsins náði, þvi menn áttu þess von, að verða endurbornir í ætt
sinni, og því var það að sjálfsögðu mikilsvirði fyrir hvern ein-
stakling ættarinnar að gifta hennar færi fremur vaxandi en minnk-
andi. Af þessum ástæðum hafi það verið vilji ættanna, sem öllu
réði um stofnun hjúskaparins, en ekki vilji hjónaefnanna sjálfra,
og að vísu hafi enginn árekstur orðið þar á milli meðan hin forna
lifsskoðun hafði full tök á hugum manna, því þá hafi hjónaefnin
talið það sjálfsagt, að ættingjar þeirra sæju fyrir ráði þeirra.
Höf. reynir í þessu riti sínu að sýna fram á það, að hjá forn-
norrænum þjóðum hafi í fyrstu verið stofnað til hjúskapar með
samningi beggja ættanna, samningi, sem var í beggja þeirra þágu
og báðir gerðu í sama tilgangi. Með samningi þessum hafi verið
stofnað til varanlegs vináttusambands milli ættanna, „vináttu með
tengdum“ eins og komizt er að orði i íslendinga sögum. Samning-
urinn hafi verið persónuréttareðlis, ekki miðað að skiptum á fjár-
hagslegum verðmætum, eins og kaup gera. Höf. styður þessa niður-
stöðu sina á rækilegum athugunum á öllum fornnorrænum réttar-
heimildum. Að sönnu er ýmislegt í þeim að finna, er móti þessu
mælir. En það er eigi sönnun gegn því, að hjúskaparstofnunin hafi
í fyrstu verið þessa eðlis. Heimildirnar, sem vér nú eigum, bera
minjar mismunandi tíma og ólíkra lífsskoðana, og að því er það efni
snertir, sem hér ræðir um, má einkum benda á það tvennt, að breytt-
ar fjárhagsástæðui' geta hafa leitt til þess, að meira tillit hefir verið
tekið til fjárhagsatriða við stofnun hjúskapar, en áður var gert, og
að kristindómurinn hefir haft þau áhrif að vilji hjónaefnanna
sjálfra hefir verið metinn meira en fyr. Þessara áhrifa seinni tima
gætir misjafnlega mikið í heimildunum og höf. bendir með réttu á
það, að hinar sænsku heimildir hafa i mörgu á sér fornlegastan blæ,
og þær styðja skoðun hans bezt.
Rannsókn höf. er gerð af miklum lærdómi og skarpskyggni og rit
hans er mikilsverð viðbót við rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið
á þessu merkilega réttaratriði. Ó. L.