Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 12

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 12
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN til að konur nálgist stjómunarstörf með meiri mýkt og umhyggju en karlar, og tilfinn- ingar kvenna gagnvart valdi séu tvíátta (Shakeshaft, 1989, Ozga, 1993, Blackmore, 1999). Slíkar rannsóknir hafa einnig verið gagnrýndar fyrir að draga athyglina um of að því sem sameinar konur en ekki því sem greinir þær hverja frá annarri og að geti þannig ýtt undir staðalmyndir og eðlishyggju í stað þess að vinna gegn þeim (Adler, Laney og Packer, 1993, Guðný Guðbjömsdóttir, 1997, Kriiger, 1999, Blackmore, 1999). í því sam- bandi má benda á þá skoðun Judith Butler (1992) að allt of lengi hafi það verið tekið sem gefið hvemig konur væm eða ættu að vera, og það endurspeglist í mati á kvenstjómend- um í skólum, sem hafi fest í því „eðlilega" og óhagganlega hlutverki að vera umhyggju- samar og nærandi (Perriton, 1999). Síðast en ekki síst er stjórnun menntastofnana ákjósanlegt svið þessarar rannsóknar vegna þeirra breytinga sem orðið hafa að undanförnu á þeim vettvangi. í vaxandi mæli er litið á menntun sem þjóðarviðfangsefni með áherslu á útkomu, afar tæknilega sýn og skilvirka stjómun sem tekur mið af markaðslögmálum vestrænna hagkerfa. Lykilhug- tök eins og jafnrétti til náms og mismunun hafa færst út á jaðarinn en í staðinn komið hugtök eins og gæði, skilvirkni, árangur og samkeppni (Neave, 1988). Þessi kalda stjórn- unaráhersla hefur verið kölluð „performativity" sem er þýtt hér ýmist sem áhersla á ár- angur og skilvirkni eða árangursstjómun. Því hefur verið haldið fram að þessar áhersl- ur samræmist illa „kvenlægu" áherslunum áðurnefndu og séu í andstöðu við andrúms- loft og vinnuumhverfi skóla, einkum á neðri skólastigum (Whitehead, 1998, Blackmore, 1995,1998). Blackmore (1999) tekur undir með Lyotard (1984) að praktískar áherslur á skilvirkni og góðan árangur ráði æ meiru í menntamálum og að þessar áherslur séu oft- ar kenndar við önnur og karllægari gildi en umönnun eða umhyggju (Whitehead, 1998). Einnig að módemískar meginskýringar (master-narrative) þyki ekki trúverðugar lengur og ákveðin hætta sé á að hugmyndir um „kvenlæga" stjómun verði að einni slíkri meg- inskýringu, sem geti verið heftandi og varasamt fyrir stöðu kvenna sem stjómenda. Höfundur er sammála Blackmore (1999) um að mikilvægt sé að afbyggja1 eða brjóta þessar hugmyndir til mergjar. Hætta verði að líta svo á að árangur, skilvirkni og vald tengist skynsemi og sé í andstöðu við tilfinningar og umhyggjusjónarmið, og skoða verði margbreytileika stjórnenda í stað þess að horfa aðeins á hvað konur eða karlar eiga sameiginlegt. Einnig telur höfundur mikilvægt að gaumgæfa hvernig orðræðan um stjómun og kynferði samræmist stjómunaráherslum þar sem skilvirkni, árangur og markaðslögmál em sett á oddinn. Fyrst verður gerð grein fyrir fræðilegri nálgun, samhengi rannsóknarinnar og meg- inspumingum. Þá er aðferð rannsóknarinnar lýst. 1 niðurstöðuhlutanum er gerð grein fyrir orðræðunum um árangur, skilvirkni og kynferði við stjórnun menntastofnana. At- hugað er hvernig viðmælendur staðsetja sig í áðumefndum orðræðum og að hvaða leyti mótsagnir birtast á milli ofannefndra þráða þeirra. Ríkulega er byggt á viðtölum við þátttakendur. Að síðustu er rannsóknarspumingum svarað, niðurstöður dregnar saman og þær ræddar með hliðsjón af öðmm rannsóknum, stöðu kvenna við stjómun mennta- stofnana á íslandi og ráðandi orðræðu um stjómun menntamála. Fræðileg nálgun Hvað við vitum og hvernig er mikilvægt stef í vísindum samtímans á tímabili sem sum- 10 1 Þessi þýöing á hugtakinu deconstruct er almennt notuö, t.d. af Garðari Baldvinssyni í grein hans Þegn, líkami, kyn, í Skírni, 174. árg., 245. Sjá einnig viðtal við Hallgrím Helgason í Les- bók Morgunblaðsins, 24. nóvember 2001. A
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.