Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 15
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR
1987, Sawicki, 1991, Blackmore, 1999). Eins og aðrar hugverur eru stjómendur í mennta-
kerfinu að mótast og takast á við ráðandi orðræðu sem þeir ýmist meðtaka eða veita við-
nám og staðsetja sig því á mismunandi stöðum í orðræðunni (Whitehead, 1998, 205).
Þó að hin ýmsu sjónarmið kvennafræðinga (frjálslynd, róttæk, vistfræðileg,
póststrúktúralísk) greini á um hvernig beri að skilgreina misrétti kynjanna eða hvemig
jafnrétti geti náðst em þau samróma um að kyngervi (gender) sé félagslega mótað, að
reynsla kvenna hafi lengi og víða verið útilokuð frá þróun þekkingar og að femínismi
kalli á breytt valdatengsl (Schmuck, 1996). Hvorki er litið á stöðu né eðli kvenna sem eitt-
hvað fast eða endanlega skilgreinanlegt heldur eitthvað sem fær breytilega merkingu og
krefst endurskilgreiningar eftir aðstæðum (Weedon, 1987). í anda femínísks póststrúkt-
úralisma mótast hugmyndir um kyngervi í orðræðu og valdatengslum. Hugmyndum
um kvenleika sem byggja á eðlishyggju er hafnað hvort sem þær em tengdar líffræðileg-
um einkennum eða samfélagslegum hlutverkum. Það er hins vegar óumflýjanleg stað-
reynd að menningarbundnar hugmyndir um kyngervi og kynjamismunun eiga sér
djúpar rætur, allt til Aristótelesar og trúarrita eins og Biblíunnar (Sólveig A. Bóasdóttir,
2001). Þessar djúpstæðu menningarbundnu hugmyndir skapa bæði væntingar og for-
dóma m.t.t. kynferðis. Því kemur það ekki á óvart að reynsla fólks sé kynbundin að hluta
til vegna mismunandi valdastöðu kynjanna, kynbundinna væntinga, menningarbund-
inna hugmynda og mismunandi aðstöðu til að móta ráðandi orðræðu.
Foucault (1980) gerir ekki ráð fyrir að sambandið á milli hugvemnnar og þekking-
ar sé beint, því valdatengsl komi ávallt á milli, og það er einmitt í orðræðunni sem vald
og þekking tengjast saman. Því sé alls ekki auðvelt að komast að því hver stóri sannleik-
ur er um eitt eða neitt. Foucault, eins og Fraser (1989), spyr ekki hvað sé satt heldur
hvemig sannleikurinn er búinn til, framreiddur og notaður. Hann telur vænlegast til að
skilja samband valds og þekkingar að skoða skilning þeirra sem hafa ákveðna jaðar-
stöðu eða em skilgreindir sem öðmvísi eða „hinn" af ráðandi öflum (Apple, 1995).
Samkvæmt þessu fræðilega sjónarhomi verður hér kannað hvemig orðræðumar
um árangursstjórnun og kyngervi birtast í frásögnum kvenstjórnenda. Frásagnir og
orðalag em skoðuð sem orðræðubundinn sannleikur en ekki sem meginskýring eða
stóri sannleikur. Jafnframt er verið að gefa kvenstjómendum rödd, konum sem í þessu
tilviki hafa tiltekin völd en em í flóknum valdatengslum í menningarlegu samhengi.
Þekkingarfræðilega er því bæði litið á orðræðu sem rödd valdhafa, í gegnum kvenhug-
vemr sem hafa völd sem stjómendur en ákveðna jaðarstöðu sem konur og sem aðstæðu-
bundna þekkingu (situated knowledge / meanings) (Haraway, 1988, Gee, 1999). Þessi
sjónarmið þurfa ekki að vera eins andstæð og stundum er haldið fram (Weedon, 1987,
Hekman, 1997, Walby, 2000, Knapp, 2000).
I samræmi við ofangreinda umræðu er byggt á eftirfarandi forsendum:
-Félagslegur skilningur mótast af sögulegum og menningarlegum skilningi. Menn-
ingarbundnar hugmyndir um kyngervi og væntingar til karla og kvenna í ákveðnum
hlutverkum eiga sér djúpar rætur og endurspeglast í mismunandi orðræðum.
-Orðræða getur náð yfir gildi, tækni, vinnuaðferðir, væntingar eða reglur, sem birt-
ast í tungumáli og í valdatengslum.
-Ekki er gert ráð fyrir að orðræður valdi misrétti heldur að menningarlegar hug-
myndir og félagslegur veruleiki móti orðræðu sem endurspeglar ráðandi væntingar, í
13