Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Side 18
ORÐRÆÐUR UM ÁRANGUR, SKILVIRKNI OG KYNGERVI VIÐ STJÓRNUN
menntakerfinu?
2. Hvaða máli skiptir kyngervi stjómenda í orðræðunni um stjómun og að hve
miklu leyti er það breytilegt eftir stofnunum, skólastigum eða einstaklingum?
3. Hvemig staðsetja kvenstjómendur sig í ofannefndum orðræðum og að hve miklu
leyti er orðræðan um skilvirkni og árangur samræmanleg eða í mótsögn við orðræð-
una um áhrif kyngervis?
Aðferð
Eins og fram hefur komið var ákveðið að gera eigindlega athugun á því hvemig kven-
stjómendur í íslenska menntakerfinu greina ráðandi orðræðu um völd, árangursstjóm-
un og kyngervi. Athugunin er byggð á ítarlegum viðtölum við 11 kvenstjórnendur í
menntakerfinu. Viðmælendur vom valdir markvisst af öllum skólastigum, leikskóla-
stjórar, grunnskólastjórar, skólameistarar eða rektorar og fleiri háttsettir stjómendur í
menntakerfinu, m.a. af háskólastiginu. Þátttakendur vom valdir af höfundi þannig að
þeir væm framsæknir stjómendur á ólíkum aldri með mismunandi reynslu á öllum
skólastigum. Tekin vom 1-3 viðtöl við hvem stjómanda; fjöldinn réðst af aðstæðum og
tíma viðmælenda. Viðtölin áttu sér stað á vinnustöðum viðmælenda eða á skrifstofu höf-
undar.
Fyrri hluti viðtalanna hafði það meginmarkmið að kynnast vinnustað og vinnuað-
stæðum viðkomandi og skapa traust. Síðari hlutinn byggðist á opnum spumingaramma
höfundar um stjómun, vald, árangur, kyngervi, jafnréttismál, umönnun og merkingu
starfsins fyrir viðkomandi. Öll viðtölin vom hljóðrituð og síðan afrituð frá orði til orðs
með vitund og heimild þátttakenda. Þá var um það samið að þátttakendum yrði gefinn
kostur á að gera athugasemdir við notkun á eigin framlagi áður en til birtingar kæmi. í
samræmi við kvennafræðileg sjónarmið er litið á viðmælendur sem virka í þeirri þekk-
ingarsköpun sem á sér stað en ekki sem viðföng (Weedon, 1987).
Tekið skal fram að allir þátttakendur þekktu til höfundar bæði sem fræðikonu í upp-
eldis- og menntunarfræðum og sem fyrrverandi alþingiskonu Kvennalistans. Þessi stað-
setning höfundar er mikilvæg aðferðafræðilega þar sem hún hefur vafalítið haft áhrif á
samtölin og þau viðhorf og raddir sem þar koma fram. í samræmi við fræðilegt sjónar-
hom póststrúktúralismans er ekki litið á texta viðtalanna sem stóra sannleika heldur sem
texta eða orðræðu sem verður til þegar tilteknir viðmælendur ræða saman um stjómun
menntamála á ákveðnum stað og tíma. Markmiðið er að kanna hvernig viðmælendur
greina ráðandi orðræður og hvemig þeir bregðast við eða staðsetja sig í þeim (Weedon,
1987, Haraway, 1988, Whitehead, 1998, Foucault, 1980, einnig Walby, 2000).
Greining og niðurstöður
Með hliðsjón af þeim breytingum sem átt hafa sér stað við stjórnun menntamála verður
kannað hvemig þær birtast í frásögnum viðmælenda af starfi sínu. Öllum nöfnum hef-
ur verið breytt í tilvitnunum en reynt er að hafa starfstitla eins nákvæma og hægt er án
þess að einstaklingar þekkist.
16