Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Síða 27
GUÐNÝ GUÐ
ORNSDOTTIR
Betu leikskólastjóra finnst ekki erfitt að samræma stjórnunarhlutverk sitt og kynferði, en
telur að stjórnunarstíll kvenna sé oft í reynd stjórnunarstíll undirokaðra. Sjálf hafi hún
læknast af „kúgunarveikinni":
Konur purfa að fara mýkri leið til að ná árangri. Þú segir eitthvað óþægilegt og svo bros-
. irðu eða hlærð svolítið til að draga úr broddinum. Og hinn kvenlegi stjómunarstíll að
hlusta mikið, leita álits og samráðs. Hommi í yfirmannsstöðu gerir það sama, svo og
svartur karlmaður í Bretlandi... en við erum misillafarin afkúgunarveikinni... það
er ekkert annað að gera en að rífa sig upp ... ég séfram á að það sé mitt lán ... Ungar
konur með lítil börn verða bara veikar afkúgun. Það tekur nokkur ár að vinna sig út úr
þessum tíma og á meðan eru þær margar að vinna á leikskóla . . . Sjálf nota ég mjög
beinan og opinn stfl... ég kalla fólk á eintal... ég get ávítað fólk mildilega og afar elsku-
lcga, án þess að niðurlægja það. Ég held það sé mín mesta gæfa í starfi.
Það er athyglisvert að Beta segist nota beinan stíl, reyndar mildan. Hún segist hafa
kynnst bæði sterkum og veikum hliðum systralagsins eða samstarfs við aðrar konur. Hið
„kvenlæga" geti verið mikil bremsa, óttinn við að breyta, óttinn við að vera ekki nógu
mikil vinkona allra. En svo geti það líka verið mikill drifkraftur. Systralagið sé því mið-
ur óáreiðanlegt og í raun sé ekki hægt að stóla eins vel á það og karlasamstöðuna. Vanda-
málið sé hin veika sjálfsmynd kvenna.
Hvernig getur þú treyst öðrum konum ef þú trúir ekki á sjálfa þig. Þess vegna verður
systralagið aldrei eins sterkt og það er blekkjandi.
Beta segir margar konur finna fyrir kvenfyrirlitningu eða „kvenhatri" þótt það hug-
tak sé lítið notað; hún hafi sjálf fundið fyrir slíku bæði frá konum og körlum:
Fyrst upplifði ég þetta frá körlum ... ennú hefur dæmið snúist við; konur eru að reyna
að þegja mig íhel ...égá ekki að fá að Iwfa nokkur áhrif ... Nú má segja að ég eigi gott
samstarfvið karlana, kannski að kynsystur mínar og kollegar hafi ýtt mér til þeirra. Ég
vil gera nýja hluti og þeim (körlunum) finnst það orðið ágætt.
Ekki er ólíklegt að þarna séu það markaðsáherslurnar sem „karlarnir" eru ánægðir
með en leikskólakennarar almennt síður, samanber sjónarmið Önnu að framan.
Anna og Beta eru sammála um að stjórnendur leikskólanna, sem flestir eru konur,
séu að verða viðurkenndari, en Anna er óhress með að fá völd til að skerða þjónustu:
Það er alltofoft verið að setja konur íþá stöðu að taka völdin í þeim málaflokkum sem
litlir peningar eru í,fá völd til að spara eða skerða þjónustu, aðframkvæma hið ómögu-
lega með svona lítið fjármagn ... en ég held að konur vilji öðruvísi vald en karlar ...
alltafþegar konur eru komnar ívaldastöðu þá verður einhver strúktúrbreyting sem þýð-
ir karl í efra sæti... Ég tel þaðjákvætt að það sé viðurkennt að konur séu meiri tilfinn-
ingaverur en karlar. En mikilvægt er að þekkja þessar tilfinningar og blanda þeim ekki
inn í starfið sem einkatilfinningum
25