Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 47

Uppeldi og menntun - 01.01.2001, Page 47
ARNA H. JÓNSDÓTTIR STARFSANÆGJA OG STJORNUN I LEIK- SKÓLUM 1 þessari grein verður sagt frá rannsókn á tengslum starfsánægju og stjórnunar í leikskól- um.’ Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær helstar að starfsánægja starfsfólks fólst jyrst og fremst íað ná árangri ístarfinu með börnunum. Þær stjórnunaráherslur sem starfsfólk taldi að stuðluðu að starfsánægju sinni áttu ýmislegt sameiginlegt annars vegar með stjórnun samkvæmt áherslum mannauðsstefnunnar (Human Resources Approach) og hins vegar menningarstjórnunar (Cultural Leadership). Niðurstöður benda til að ákveðin stjórnunar- leg klemma sé til staðar innan leikskólanna. Leikskólastjórar h/sa þeim vilja sínum að færa aukið vald til deildarstjóra og gera kröfur um að þeir séu ábyrgir stjórnendur sinna deilda. Ýmsar vísbendingar kotna á liinn bóginn fram um að deildarstjórar séu ekki alfarið tilbúnir til að taka við þeirri ábyrgð og kjósa margir fremur samvinnumiðaða stjórnun. Umrædd klemma endurspeglar þannig togstreitu á milli áherslunnar á lóðrétta, bratta stjórnun annars vegar og lárétta, flata stjórnun hins vegar. Ástæða þess að ég valdi að rannsaka tengsl starfsánægju og stjórnunar í leikskólum var reynsla sem ég öðlaðist sem leikskólastjóri á árunum 1993-1995. Töluverðar breytingar voru nýafstaðnar á vettvangi leikskólanna. Víða hafði verið byggt við eldri leikskóla og börnum fjölgað, dvalartími þeirra var breytilegur innan deilda og starfsfólk talaði um aukið álag. Töluvert bar á átökum og óánægju. Mér fannst mikið af tíma mínum og orku sem leikskólastjóra fara í samskipti um málefni sem sneru fremur að viðkomandi starfsmanni en börnunum og starfinu með þeim. Fleiri leikskólastjórar höfðu svipaða sögu að segja. Ég taldi mig stjórna með mannauðssýn að leiðarljósi en var farin að efast um að stjórnun í þeim anda væri sú árangursrík- asta við þær aðstæður sem ég starfaði við. Kærkomið var því að fá tækifæri til að leggja upp í rannsóknarleiðangur til að bæta við þekkingu sína og öðlast hugsanlega nýja sýn á viðfangsefnið. Markmið rannsóknarinnar var að leita svara við því í hverju starfsánægja starfs- fólks leikskóla fólst og hvað það var í stjórnunaráherslum sem stuðlaði að eða dró úr þeirri starfsánægju. Til að ná þessu markmiði var gerð samanburðar-tilviksrannsókn í þremur leikskólum þar sem beitt var eigindlegri og túlkandi rannsóknaraðferð. Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru síðan skoðaðar í Ijósi hugmynda fræði- manna um tengsl starfsánægju og stjórnunar. Vísindastjórnun og regluveldi í upphafi síðustu aldar voru hugmyndir Taylors um vísindastjórnun (Scientific Management) nær alls ráðandi. Tilgangur Taylors (Gotvassli 1996; Owens 1991; Miles 1975) var að draga úr handahófskenndum vinnubrögðum innan fyrirtækja og 1 Rannsóknin var M.Ed. verkefni greinarhöfundar sem lauk námi árið 1999 frá Kennara- háskóla íslands. Leiðbeinandi var Ragnhildur Bjarnadóttir dósent við KHÍ. 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.